Arion banki

íslenskur viðskiptabanki
(Endurbeint frá Kaupþing)

Arion banki hf. er íslenskur banki sem veitir þjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta. Bankinn var stofnaður árið 2008 undir nafninu Nýi Kaupþing banki en fékk nafnið Arion banki 21. nóvember 2009. Rætur Arion banka ná þó aftur til ársins 1930 þegar Búnaðarbanki Íslands tók til starfa.

Arion banki hf.
Rekstrarform hlutafélag
Stofnað 2008
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Benedikt Gíslason, bankastjóri
Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður
Starfsemi Bankastarfsemi
Vefsíða www.arionbanki.is


Búnaðarbanki Íslands (1930–2003)

breyta

Búnaðarbanki Íslands tók til starfa 1. júlí 1930 og var þá alfarið eign ríkisins. Árið 1998 var Búnaðarbankinn gerður að hlutafélagi.

Kaupþing (1982–2003)

breyta

Kaupþing var fjárfestingarbanki sem átta Íslendingar stofnuðu í febrúar 1982. Árið 1986 seldu stofnfélagarnir 49% hlutabréfa sinna í bankanum til sparisjóðanna. Sama ár var Verðbréfaþing Íslands stofnað og var Kaupþing einn fimm stofnaðila. Árið 1990 eignaðist Búnaðarbankinn 50% hlut og á sama tíma bættu sparisjóðirnir við sig einu prósenti.

Sameinað Kaupþing og Búnaðarbankinn (2003–2008)

breyta

Árið 2003 sameinuðust þessir tveir bankar og urðu að Kaupþingi Búnaðarbanka. Árið 2004 tók sameinaður bankinn upp nafnði KB banki en snemma árs 2007 var nafninu enn og aftur breytt í Kaupþing banki.

Bankinn rak 34 útibú á Íslandi auk skrifstofa í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Noregi, Lúxemborg, Sviss og Bretlandi. Heildareignir bankans í desember 2007 voru 5.347 milljarðar króna og var bankinn með 3.334 starfsmenn.

Lykilmenn í Kaupþingi voru: Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, Sigurður Einarsson stjórnarformaður, Ingólfur Helgason forstjóri Kaupþings á Íslandi, Ólafur Ólafsson einn aðaleiganda Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.

Í september 2008 seldi Kaupþing katörskum höfðingja að nafni Al Thani 5% hlut í bankanum. Kaupin fjármagnaði Kaupþing sjálft með eigin pening og skapaði þar með eigin eftirspurn. Þess lags sýndarviðskipti eru ólögleg og upp um þau komst eftir bankahrunið. Málið varð eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem rekið hafði verið fyrir íslenskum dómstólum og var þekkt sem Al Thani-málið.

Bankinn fer í þrot (haust 2008)

breyta

Efnahagskreppa skall á á Íslandi í byrjun 2008 og leiddi það til erfiðrar stöðu fjármálafyrirtækja.

Kaupþing varð fyrsti Evrópski bankinn til að falla á greiðslum skuldabréfa sem bankinn hafði gefið út í Japan. Samningsbrot bankans var ígildi greiðslufalls og var hann því úr sögunni. Neyðarlög voru sett 6. október 2008 sem gáfu íslenska ríkinu víðtækar heimildir til aðgerða á fjármálamörkuðum. Stóru íslensku bankarnir þrír fóru í greiðsluþrot.

Sameining bankans við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) rann þá út í sandinn, viðræður um sameininguna hófust í apríl 2008. Þegar SPRON fór í gjaldþrot nokkrum mánuðum síðar

Arion banki (2008–)

breyta

Nýja Kaupþing var stofnað utan um innlend viðskipti bankans en skuldir hans skildar eftir. Í nóvember 2009 skipti bankinn um nafn og hét þá Arion banki. Arion var ódauðlegur hestur í grískri goðafræði.[1]

Enginn hluthafi á meira en 10% eignarhlut í bankanum. Stærstu hluthafar bankans eru að mestu stofnanafjárfestar en hinir þrír stærstu eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna hver með um 9% hlut.[2]

Bankastjórar

breyta

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Financial results for the first half of 2010“. News item - Arionbanki (enska). Sótt 11. júlí 2017.
  2. „Hluthafalisti“. Arionbanki (enska). Sótt 21. maí 2023.
  3. Nýir útibússtjórar hjá Arion banka, Vísir, 24. júní 2008.
  4. Bankastjóri Nýja Kaupþings ráðinn, Morgunblaðið, 22. október 2008, bls. 16
  5. Höskuldur til Arion banka, Morgunblaðið, 24. apríl 2010, bls. 2
  6. „Stefán tekur tímabundið við sem bankastjóri Arion banka“. Kjarninn. 23. apríl 2019. Sótt 21. maí 2023.
  7. Benedikt tekur við Arion, Fréttablaðið, 26. júní 2019, bls. 1
   Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.