Green Bay Packers er lið í amerískum fótbolta frá Green Bay, Wisconsin. Liðið leikur í NFC Norður deild NFL.

Saga breyta

Liðið er þriðja elsta lið NFL og var stofnað árið 1919.

Íþróttaleikvellir breyta

Hagemeister Park (1921 og 1922) og Bellevue Park (1923 og 1924) voru fyrstu leikvellir liðsins. Liðið spilaði í City Stadium (1925 til 1956) en spilaði suma leiki í Milwaukee á þessum tíma að auki.

Lambeau Field hefur verið heimavöllur liðsins frá árinu 1957. Völlurinn er kenndur við Curly Lambeau (f. 1898 - d.1956) sem var leikmaður (1919 -1929) og þjálfari (1920-1949) liðsins.

Lambeau íþróttaleikvöllur er einn þekktasti völlur NFL.

   Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.