Tampa er borg í Hillsborough County, Flórída, í Bandaríkjunum. Borgin er á vesturströnd fylkisins og er í Tampa-flóa. Íbúar eru um 385.000 (2017). Borgin er hluti af Tampa-St. Petersburg-Clearwater stórborgarsvæðinu þar sem búa rúmar 3 milljónir. Hún er sú þriðja stærsta á eftir Jacksonville og Miami. Uppruna borgarinnar má rekja til herstöðvar sem hét Tampa town á miðri 19. öld.

Tampa.

Meðal íþróttaliða borgarinnar eru NFL-liðið Tampa Bay Buccaneers og NHL-liðið Tampa Bay Lightning. Skemmtigarðurinn Bush Gardens er í nágrenninu.

Tampaflugvöllur er alþjóðaflugvöllur sem þjónar borginni.

Heimild

breyta