National Football League
NFL (eða National Football League) er aðaldeild Ameríska fótboltans í Bandaríkjunum. Deildin samanstendur af 32 liðum, hvaðanæva úr Bandaríkjunum. Deildinni er skipt í tvær minni deildir, Ameríkudeildina (en:American Football Conference (AFC)) og Þjóðardeildina (en:National Football Conference (NFC)). Þessum tveim deildum er síðan aftur skipt niður í norður, suður, austur og vestur riðla og eru fjögur lið í hverjum riðli, eða samtals 32. Fyrir upphaf hvers tímabils spilar lið fjórir æfingaleiki. Þegar að tímabil byrjar spilar lið 16 deildarleiki og eftir það komast tólf lið (sex úr AFC, sex úr NFC) í umspil. Umspilið endar síðan í úrslitaleik á milli sigurvegara AFC deildarinnar og sigurvegara NFC deildarinnar, sá leikur er jafnframt kallaður Super Bowl, og er spilaður í lok janúar eða upphafi febrúar.
Íþrótt | Amerískur fótbolti |
---|---|
Stofnuð | 1920 |
Fjöldi liða | 32 |
Land | Bandaríkin |
Núverandi meistarar | Kansas City Chiefs |
Sigursælasta liðið | Green Bay Packers 13 titlar |
Opinber heimasíða | www.nfl.com |
Saga
breytaÁrið 1920 var deildin stofnuð undir nafninu American Professional Football Association. Tveim árum seinna, árið 1922, var nafninu breytt í National Football League og stendur það nafn enn í dag. Deildin er ein af stærstu íþróttadeildum í Norður-Ameríku. Deildin er einnig í sér klassa hvað varðar áhorfendafjölda og árið 2005 voru 67 593 áhorfendur að meðaltali á hverjum leik, en það eru t.d. 25 000 fleiri manneskjur að meðaltali á leik en var í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Bundesliga.
Lið í NFL
breytaÞað eru 32 lið í NFL deildinni. Hvert lið má hafa mest 53 leikmenn á meðan á hverju tímabili stendur. Þetta er eina stóra deildin í Bandaríkjunum þar sem að öll liðið eru frá Bandaríkjunum, en í öðrum tilvikum eru lið frá Kanada með í Bandarískum deildarkeppnum. Þetta má útskýra með því að kanadískur fótbolti, er meira spilaður þar. Hann er nokkuð frábrugðinn amerískum fótbolta, þó að hann minni mjög á hann.
Flestar stórborgir Bandaríkjanna hafa lið í NFL deildinni. Undantekning á því eru borgin San Antonio í Texas. San Antonio hefur þó lið í NBA deildinni.
Frá og með tímabilinu 2002 eru eftirfarandi lið í NFL:
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „National Football League“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. mars 2007.
- Fyrirmynd greinarinnar var „National Football League“ á sænsku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. mars 2007.
- NFL game secrets Geymt 2 júlí 2007 í Wayback Machine