1938
ár
(Endurbeint frá Nóvember 1938)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1938 (MCMXXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 30. janúar - Sveitarstjórnarkosningar fóru fram.
- 5. mars - Aftaka norðanveður gerði. Bæjarhús í Húsavík í Norður-Múlasýslu af grunninum og höfnuðu niðri í fjöru.
- Mars - Tímarit Máls og menningar var stofnað.
- 6. júní - Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn.
- 13. júní - Samband ungra framsóknarmanna var stofnað.
- 11. ágúst - Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar, kom til Reykjavíkur ásamt hópi enskra skátaforingja.
- 20. ágúst - Bifreið ók út í Tungufljót. Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og tvær dætur hennar drukknuðu en eiginmaður hennar og bílstjórinn björguðust.
- 5. september - Vestur-íslenski listfræðingurinn Holger Cahill (Sveinn Kristján Bjarnason) var á forsíðu Time Magazine.
- 23. október - Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, var stofnað.
- 16. nóvember - Minnisvarði var afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði á leiði óþekkta sjómannsins.
- 17. nóvember - Tímaritið Vikan kom út í fyrsta sinn.
- 4. desember - Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður.
- Kommúnistaflokkur Íslands var lagður niður og Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn stofnaður. Æskulýðsfylkingin, ungfylking sósíalista, var stofnuð í nóvember.
- Nýja dagblaðið hætti útgáfu.
- Fyrirtækið Lýsi var stofnað.
- Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson kom út á íslensku.
Fædd
- 9. janúar - Baltasar Samper, spænsk-íslenskur listmálari.
- 15. mars - Þorsteinn frá Hamri, skáld og rithöfundur (d. 2018)
- 18. mars - Álfrún Gunnlaugsdóttir, rithöfundur.
- 27. mars - Styrmir Gunnarsson, ritstjóri.
- 8. júlí - Ragnar Arnalds, rithöfundur, alþingismaður og ráðherra.
- 24. ágúst - Halldór Blöndal, alþingismaður.
- 21. september - Atli Heimir Sveinsson, tónskáld (d. 2019)
- 19. desember - Alfreð Flóki, myndlistarmaður (d. 1987).
Dáin
- 17. mars - Jón Baldvinsson, stjórnmálamaður (f. 1882).
- 20. ágúst - Guðrún Lárusdóttir, alþingismaður (f. 1882).
- 4. september - Bjarni Runólfsson, bóndi og rafstöðvasmiður í Hólmi í Landbroti (f. 1891).
- 20. október - Þorsteinn Gíslason, skáld og ritstjóri (f. 1867).
Erlendis
breyta- 4. febrúar - Teiknimynd Walt Disney, Mjallhvít og dvergarnir sjö, fyrsta teiknimyndin í fullri lengd, frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 10. febrúar - Karol 2. Rúmeníukonungur tók sér alræðisvald.
- 22. febrúar - Spænska borgarastyrjöldin: Falangistar ná yfirráðum yfir borginni Teruel.
- 24. febrúar - Nylon-tannburstinn kemur á markað.
- 11. mars - „Anschluss“: Þjóðverjar héldu innreið í Austurríki og innlimuðu það í Þýskaland.
- 10. apríl - Édouard Daladier varð forsætisráðherra Frakklands.
- 25. maí - Spænska borgarastyrjöldin: Loftárásir voru gerðar á Alicante; 313 létust.
- 5. júní - Seinna stríð Kína og Japans: Kínversk stjórnvöld hleyptu af stað flóði í Gulafljóti til að stöðva framgang Japana en 400.000 manns létust í hamförunum.
- 19. júní - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938: Ítalía vinnur mótið.
- 13. september - Súdetaþjóðverjar hófu uppreisn gegn stjórn Tékka. Uppreisnin var kæfð niður en Neville Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, sendi Adolf Hitler símskeyti og fór fram á fund um Súdetaland.
- 21. september - Edvard Beneš, forseti Tékklands, fékk þau skilaboð frá Bretum og Frökkum að þeir myndu ekki reyna með vopnavaldi að hindra Hitler í að innlima Súdetaland.
- 30. september - Neville Chamberlain sneri aftur til Bretlands af fundi við Hitler í München og tilkynnti um „frið um vora daga“.
- 1. október - Þýskur her hélt inn í Súdetaland.
- 16. október - Winston Churchill fordæmdi München-samkomulag Chamberlains og Hitlers og hvatti Bandaríkin og Vestur-Evrópu til að búa sig undir vopnuð átök við Þjóðverja.
- 9. – 10. nóvember - Kristalsnótt. Gyðingaofsóknir stigmögnuðust í Þýskalandi. 7.500 verslanir Gyðinga voru eyðilagðar, 267 bænahús voru brennd og 91 Gyðingur lést.
- LSD var fyrst búið til í Basel.
- 13. desember - Lög voru sett um það að öll kennsla í færeyskum skólum skyldi fara fram á færeysku.
- Desember - Tímaritið Time Magazine útnefndi Adolf Hitler mann ársins.
- Nansenskrifstofan til hjálpar flóttamönnum lagðist af.
- Æðstaráð Sovétríkjanna var stofnað.
- Samsung var stofnað í Kóreu.
Fædd
- 5. janúar - Jóhann Karl 1., Spánarkonungur.
- 31. janúar - Beatrix Hollandsdrottning.
- 13. febrúar - Oliver Reed, enskur leikari (d. 1999).
- 17. mars - Rudolf Nureyev, rússneskur ballettdansari og dansahöfundur (d. 1993).
- 8. apríl - Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (d. 2018)
- 13. maí - Giuliano Amato, ítalskur stjórnmálamaður og tvívegis forsætisráðherra.
- 25. maí - Raymond Carver, bandarískur smásagnahöfundur og ljóðskáld (d. 1988).
- 28. júlí - Alberto Fujimori, forseti Perú.
- 21. ágúst - Kenny Rogers, bandarískur sveitasöngvari (d. 2020)
- 10. september - Karl Lagerfeld, þýskur tískuhönnuður og ljósmyndari (d. 2019)
- 25. september - Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands (d. 2010).
- 26. september - Raoul Cauvin, belgískur myndasöguhöfundur (d. 2021).
- 14. október - Farah Diba, keisaraynja í Íran.
- 17. október - Evel Knievel, bandarískur skemmtikraftur og ofurhugi (d. 2007).
- 29. október - Ellen Johnson-Sirleaf, forseti Líberíu.
- 16. desember - Liv Ullmann, norsk leikkona.
- 28. desember - Lagumot Harris, forseti Naru (d. 1999).
Dáin
- 1. mars - Gabriele D'Annunzio, ítalskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1863).
- 13. mars - Nikolai Ivanovitsj Búkharín, sovéskur stjórnmálamaður (f. 1888).
- 13. mars - Clarence Darrow, bandarískur lögfræðingur (f. 1857).
- 24. mars - Jørgen-Frantz Jacobsen, færeyskur rithöfundur (f. 1900).
- 10. nóvember - Mustafa Kemal Ataturk, forseti Tyrklands (f. 1881).
- 14. nóvember - Hans Christian Gram, danskur örverufræðingur (f. 1853).
- 20. nóvember - Maud Noregsdrottning, kona Hákonar 7. (f. 1869).
- 25. desember - Karel Čapek, tékkneskur rithöfundur (f. 1890).