Álfrún Gunnlaugsdóttir

Álfrún Gunnlaugsdóttir (18. mars 1938) er íslenskur rithöfundur og bókmenntafræðingur. Hún er þekktust fyrir bækur sínar Hringsól og Yfir Ebrófljótið.

Álfrún brautskráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði svo nám á Spáni. Hún lauk Lic. En fil. Y en letras frá Universidad de Barcelona árið 1965, Dr. Phil. frá Universidad Autónoma de Barcelona 1970. Álfrún vann svo að doktorsritgerð við Háskólann í Lausanne í Sviss á árunum 1966 til 1970. Hún var lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands frá 1971 til 1977 og dósent í almennri bókmenntafræði frá 1977 til 1987 og prófessor frá 1988.

VerkBreyta

SkáldsögurBreyta

  • Af manna völdum - Tilbrigði um stef, 1982
  • Þel, 1984
  • Hringsól, 1987
  • Hvatt að rúnum, 1993
  • Yfir Ebrofljótið, 2001
  • Rán, 2008
  • Siglingin um síkin, 2012

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.