Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938 eða HM 1938 var haldið í Frakklandi dagana 4. júní til 19. júní. Þetta var þriðja heimsmeistarakeppnin og tókst Ítölum að verja titil sinn frá fjórum árum fyrr. Alls skráðu 37 lið sig til leiks, þótt allnokkur drægju sig síðar úr keppni. Sextán lið kepptu í úrslitakeppninni og léku þar alls átján leiki.

Poster

Val á gestgjöfum

breyta

Auk Frakka sóttust Þjóðverjar og Argentínumenn eftir því að halda keppnina. Kosið var milli landanna þriggja á þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Berlín árið 1936. Frakkland vann með yfirburðum, hlaut 19 af 23 atkvæðum. Argentínumenn brugðust ókvæða við niðurstöðunni, þar sem þeir töldu sig hafa vilyrði fyrir því að HM yrði til skiptis haldið í Evrópu og Suður-Ameríku. Argentína ákvað því að sniðganga keppnina og það sama gerði Úrúgvæ.

Forkeppni

breyta

37 þjóðir skráðu sig til leiks að berjast um 14 sæti í úrslitakeppninni, til viðbótar við heimamenn Frakka og ríkjandi heimsmeistara Ítala. Þegar til átti að taka drógu mörg þessara liða sig úr keppni. Þannig komust Kúbverjar í sína fyrstu og einu úrslitakeppni HM eftir að fimm önnur lið frá Mið- og Norður-Ameríku hættu við þátttöku. Í Asíukeppninni voru tvö lið skráð til leiks, en Japan dró sig til baka svo Hollensku Vestur Indíur (í dag Indónesía) komust áfram. Brasilía fékk sömuleiðis farmiðann til Frakklands án keppni.

23 lið tóku þátt í Evrópuhluta forkeppninnar, þar á meðal Egyptaland og Palestína. Egyptar drógust gegn Rúmenum en neyddust til að gefa leikinn þar sem liðin áttu að mætast í Ramadan. Lítið varð um óvænt úrslit í leikjunum. Austurríkismenn tryggðu sér sæti með sigri á Lettum, en eftir innlimun Austurríkis í Þýskaland var landsliðið lagt niður og léku nokkrir austurrísku leikmannanna undir merkjum Þýskalands á mótinu. Alþjóðaknattspyrnusambandið bauð Englendingum lausa sætið sem sigurvegurum í knattspyrnukeppni Stóra-Bretlands, en þeir afþökkuðu.

Þátttökulið

breyta

Sextán lið unnu sér þátttökurétt í mótinu, áður en að því kom drógu Austurríkismenn sig úr keppni eftir innlimun landsins í Þýskaland. Af þeim fimmtán liðum sem mættu til leiks komu tólf frá Evrópu en aðeins eitt frá Suður-Ameríku, sem og Norður-Ameríku og Asíu.

Leikvangar

breyta

Áætlað var að leikið yrði á ellefu leikvöngum í tíu borgum á mótinu. Ekkert varð þó úr leiknum sem fara átti fram í Lyon vegna fjarveru Austurríkismanna.

París París Marseille
Stade Olympique de Colombes Parc des Princes Stade Vélodrome
Áhorfendur: 60.000 Áhorfendur: 48.712 Áhorfendur: 48.000
     
Lyon Toulouse Bordeaux
Stade Gerland Stade Chapou Parc Lescure
Áhorfendur: 40.500 Áhorfendur: 35.472 Áhorfendur: 34.694
     
Strasbourg Le Havre Reims
Stade de la Meinau Stade Municipal Vélodrome Municipal
Áhorfendur: 30.000 Áhorfendur: 22.000 Áhorfendur: 21.684
     
Lille Antibes
Stade Victor Boucquey Stade du Fort Carré
Áhorfendur: 15.000 Áhorfendur: 7.000
   

Keppnin

breyta

Fyrsta umferð

breyta
 
Pólverjar og Brasilíumenn stilla sér upp fyrir leik sinn.

Keppt var með einföldu útsláttarkeppnisfyrirkomulagi. Liðunum var styrkleikaraðað á þann hátt að átta sterkustu þjóðirnar gátu ekki dregist saman í fyrstu umferð, en þar sem Austurríki var í þeim hópi sátu Svíar hjá í fyrstu umferð. Að frátöldum opnunarleiknum, sem fram fór 4. júní, voru allar viðureignirnar þann 5. júní. Tveimur leikjum lauk með jafntefli og mættust viðkomandi lið þá að nýju fáeinum dögum síðar enda vítaspyrnukeppni ekki komin til sögunnar.

Óvæntust urðu úrslitin í einvígi Sviss og Þýskalands. Sepp Herberger þjálfari Þjóðverja hafði byggt upp mjög sterkt lið sem talið var líklegt til afreka. Eftir innlimun Austurríkis, sem einnig hafði mjög sterku landsliði á að skipa bárust fyrirskipanir frá ráðamönnum í Berlín að sameina skyldi liðin tvö. Hið sameinaða lið reyndist hins vegar illa samhæft og lítil vinátta milli leikmanna af ólíkum þjóðernum og lítt þekkt lið frá Sviss reyndist sterkara í tveimur leikjum.

Æsilegasta viðureignin var á milli Brasilíu og Póllands þar sem Brasilíumaðurinn Leonidas sýndi snilli sína. Pólverjinn Ernst Willimowski skoraði fjögur mörk í leiknum, sem lengi var met.

4. júní 1938
  Sviss 1-1   Þýskaland Parc des Princes, París
Áhorfendur: 27.152
Dómari: John Langenus, Belgíu
Abegglen 43 Gauchel 29
5. júní 1938
  Frakkland 3-1   Belgía Stade Olympique de Colombes, Colombes
Áhorfendur: 30.654
Dómari: Hans Wüthrich, Sviss
Veinante 1, Nicolas 16, 69 Isemborghsl 38
5. júní 1938
  Tékkóslóvakía 3-0 (e.framl.)   Holland Stade municipal, Le Havrel
Áhorfendur: 11.000
Dómari: Lucien Leclerq, Frakklandi
Košťálek 93, Zeman 111, Nejedlýl 118
5. júní 1938
  Ítalía 2-1 (e.framl.)   Noregur Stade Vélodrome, Marseille
Áhorfendur: 18.000
Dómari: Alois Beranek, Þýskalandi
Ferraris 2, Piola 94 Brustad 83
5. júní 1938
  Kúba 3-3 (e.framl.)   Rúmenía Stade du T.O.E.C., Toulouse
Áhorfendur: 7.000
Dómari: Giuseppe Scarpi, Ítalíu
Socorro 44, 103, Magriñá 69 Bindea 35, Baratky 88, Dobay 103
5. júní 1938
  Ungverjaland 6-0   Hollensku Vestur Indíur Vélodrome Municipal, Reims
Áhorfendur: 9.000
Dómari: Roger Conrié, Frakklandi
Kohut 13, Toldi 15, Sárosi 28, 89, Zsengellér 35,76
5. júní 1938
  Brasilía 6-5 (e.framl.)   Pólland Stade de la Meinau, Strasbourg
Áhorfendur: 13.452
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Leônidas 18, 93, 104, Romeu 25, Perácio 44, 71, Zsengellér 35,76 Scherfke 23 (vítasp.), Wilimowski 53, 59, 89, 118

Aukaleikir

breyta
9. júní 1938
  Sviss 2-1   Þýskaland Parc Lescure, Bordeaux
Áhorfendur: 20.025
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Walaschek 42, Bickel 64, Abegglen 75, 78 Hahnemann 8, Lörtscher (sjálfsm.) 22
9. júní 1938
  Kúba 2-1   Rúmenía Parc des Princes, París
Áhorfendur: 8.000
Dómari: Alfred Birlem, Þýskalandi
Socorro 51, Fernández 57 Dobay 35

Fjórðungsúrslit

breyta
 
Heimamenn og Ítalir í alsvörtum búningi ganga inn á völlinn fyrir leik liðanna.

Svíar komust vandræðalaust í undanúrslitin og Ungverjar fóru sömu leið. Heimsmeistarar Ítala slógu gestgjafana úr keppni. Andstæðingar fasista efndu til mótmæla fyrir leikinn, en Ítalir svöruðu fyrir sig með því að mæta til leiks í alsvörtum búningi, einkennislit fasistahreyfingarinnar. Er það í eina skiptið sem ítalska landsliðið hefur leikið í slíkum búningi. Ekki var minni hiti í einvígi Tékka og Brasilíumanna sem fór í tvo leiki. Fyrri leikurinn þótti með eindæmum grófur og beinbrotnuðu tveir leikmenn Tékkóslóvakíu í honum.

12. júní 1938
  Svíþjóð 8-0   Kúba Stade du Fort Carré, Antibes
Áhorfendur: 7.000
Dómari: Augustin Krist
H. Andersson 9, 81, 89, Wetterström 22, 37, 44, Keller 80, Nyberg 84
12. júní 1938
  Ungverjaland 2-0   Sviss Stade Victor Boucquey, Lille
Áhorfendur: 15.000
Dómari: Rinaldo Barlassina
Sárosi 40, Zsengellér 89
12. júní 1938
  Ítalía 3-1   Frakkland Stade Olympique de Colombes, Colombes
Áhorfendur: 58.455
Dómari: Louis Baert
Colaussi 8, Piola 51, 72 Heisserer 10
12. júní 1938
  Brasilía 1-1   Tékkóslóvakía Parc Lescure, Bordeaux
Áhorfendur: 22.021
Dómari: Pál von Hertzka
Leônidas 30 Nejedlý 65

Aukaleikur

breyta
14. júní 1938
  Brasilía 2-1   Tékkóslóvakía Parc Lescure, Bordeaux
Áhorfendur: 18.141
Dómari: Georges Capdeville
Leônidas 57, Roberto 62 Kopecký 25

Undanúrslit

breyta

Svíar komust yfir gegn Ungverjum með marki á fyrstu mínútu en sáu svo aldrei til sólar í undanúrslitaleiknum í París. Á sama tíma áttust Brasilía og Ítalía við í hörkuviðureign. Brasilíumenn voru sigurvissir og tóku þá furðulegu ákvörðun að hvíla aðalmarkaskorarann sinn, Leonidas í leiknum. Það reyndist dýrkeypt.

16. júní 1938
  Ungverjaland 5-1   Svíþjóð Parc des Princes, París
Áhorfendur: 20.000
Dómari: Lucien Leclerq
Jacobsson 19 (sjálfsm.), Titkos 37, Zsengellér 39, 85, Sárosi 65 Nyberg 1
16. júní 1938
  Ítalía 2-1   Brasilía Stade Vélodrome, Marseille
Áhorfendur: 33.000
Dómari: Hans Wüthrich
Colaussi 51, Meazza 60 Romeu 87

Bronsleikur

breyta

Leonidas skoraði tvö af fjórum mörkum Brasilíumanna í bronsleiknum og varð þannig einn markahæstur í mótinu með sjö mörk.

19. júní 1938
  Brasilía 4-2   Svíþjóð Parc Lescure, Bordeaux
Áhorfendur: 12.000
Dómari: John Langenus
Romeu 44, Leônidas 63, 74, Perácio 80 Jonasson 28, Nyberg 38

Úrslitaleikur

breyta
 
Ítalir fagna sigri.

Úrslitaleikurinn var fjörlegur og með fjölda marka. Ítalir náðu forystunni í tvígang og urðu fyrsta liðið til að verja heimsmeistaratitil og það eina í sögunni til að vinna tvisvar undir stjórn sama þjálfara, Vittorio Pozzo. Eftir mótið komust á kreik sögur um að Mussolini hefði hótað leikmönnum ítalska liðsins dauða ef þeir ynnu ekki keppnina, en í dag eru þær almennt taldar flökkusagnir.

Með sigrinum varð ítalska liðið það fyrsta til að verða heimsmeistari utan heimalands síns. Þar sem síðari heimsstyrjöldin olli því að aflýsa þurfti HM í tvígang héldu Ítalir heimsmeistaratitlinum samfleytt í sextán ár, frá 1934 til 1950, lengur en nokkur önnur þjóð.

19. júní 1938
  Ítalía 4-2   Ungverjaland Stade Olympique de Colombes, París
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Georges Capdeville
Colaussi 6, 35, Piola 16, 82 Titkos 8, Sárosi 70

Markahæstu leikmenn

breyta

Leônidas frá Brasilíu varð markakóngur keppninnar. Alls voru 84 mörk skoruð af 42 leikmönnum, tvö þeirra voru sjálfsmark.

7 mörk
5 mörk
4 mörk

Heimildir

breyta