Golfklúbbur Vestmannaeyja

Golfklúbbur Vestmannaeyja stofnaður 4. desember 1938 heldur úti 18 holu völl í Vestmannaeyjum.
GV er þriðji elsti golfklúbburinn á landinu. GR er elstur (1934) og GA næstelstur (1935).

Golfklúbbur Vestmannaeyja
Fullt nafn Golfklúbbur Vestmannaeyja
Stytt nafn GV
Stofnað 4. des 1938
Völlur Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum
Holur 18.
Formaður Helgi Bragason
Sveitarfélag Vestmannaeyjabær
Héraðslið ÍBV
Virkar deildir ÍBV-Íþróttafélags

Knattspyrna

Handknattleikur
Önnur ÍBV félög

Körfubolti

Sund

Frjálsar

Blak
Aðildarfélög undir öðrum merkjum

Golf

Fimleikar

Badminton

Boccia

KFS

Tildrög þess að hafið var að leika golf í Vestmannaeyjum má rekja til þess er Magnús Magnússon, skipstjóri frá Boston, USA, var á ferð í Eyjum sumarið 1937. Þá hafði hann kennt nokkrum mönnum undirstöðuatriðin í golfíþróttinni og reglur leiksins. Í framhaldinu ákváðu nokkrir af þeim, sem fallið höfðu fyrir íþróttinni, þeir Þórhallur Gunnlaugsson, Axel Halldórsson, Ólafur Halldórsson, Einar Guttormsson, Ágúst Bjarnason og Georg Gíslason, ásamt fleirum að boða til stofnfundar Golfklúbbs Vestmannaeyja.

Fundurinn var haldinn þann 4. des 1938 og voru 20 mættir. Í bráðabirgðastjórn og laganefnd voru kosnir Þórhallur Gunnlaugsson, formaður, Georg Gíslason, ritari og Ólafur Halldórsson, gjaldkeri. Framhaldsstofnfundur var haldinn 11. desember og voru þessir sömu menn kosnir í fyrstu stjórnina ásamt meðstjórnendunum Einari Guttormssyni og Viggó Björnssyni[1]

Formenn Golfklúbbs Vestmannaeyja

breyta

Tilvísanir og heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi golfgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.