Listi yfir varaforseta Bandaríkjanna
Eftirfarandi er listi yfir alla varaforseta Bandaríkjanna frá upphafi til nútímans. Fyrsti varaforseti Bandaríkjanna var John Adams og tók hann við embættinu árið 1789. Tveir varaforsetar hafa gegnt embættinu fyrir tvo mismunandi forseta, en George Clinton var varaforseti undir bæði Thomas Jefferson og James Madison, og John C. Calhoun var varaforseti undir bæði John Quincy Adams og og Andrew Jackson. Átján sinnum hefur það gerst að enginn sé í embætti varaforseta Bandaríkjanna, en það er eftir að annaðhvort varaforseti deyr eða segir af sér, eða ef að varaforseti verður að forseta eftir fráfall eða afsögn forseta. Upprunalega var það þannig að þegar að varaforseti gerist forseti, mætti hann ekki velja nýjan varaforseta nema að hann verður endurkjörinn í embættið. Þessu hefur verið breytt og því má í dag forseti skipa nýjan varaforseta ef að meirihluti Bandaríkjaþings samþykkir nýja varaforsetann.