Hubert Humphrey

38. varaforseti Bandaríkjanna

Hubert Horatio Humphrey, Jr. (f. 27. maí 1911, d. 13. janúar 1978) var öldungardeildarþingmaður frá Minnesota og gegndi embætti varaforseta Bandaríkjanna í valdatíð Lyndon B. Johnson. Hann var menntaður stjórnmálafræðingur og lyfjatæknir. Humphrey fæddist í Wallace í Codington-sýslu í Suður-Dakota.[1]

Hubert Humphrey
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1965 – 20. janúar 1969
ForsetiLyndon B. Johnson
ForveriLyndon B. Johnson
EftirmaðurSpiro Agnew
Öldungadeildarþingmaður fyrir Minnesota
Í embætti
3. janúar 1971 – 13. janúar 1978
ForveriEugene McCarthy
EftirmaðurMuriel Humphrey
Í embætti
3. janúar 1949 – 29. desember 1964
ForveriJoseph H. Ball
EftirmaðurWalter Mondale
Borgarstjóri Minneapolis
Í embætti
2. júlí 1945 – 30. nóvember 1948
ForveriMarvin L. Kline
EftirmaðurEric G. Hoyer
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. maí 1911
Wallace, Suður-Dakóta, Bandaríkjunum
Látinn13. janúar 1978 (66 ára) Waverly, Minnesota, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiMuriel Buck (g. 1936)
Börn4
HáskóliMinnesota-háskóli
Háskólinn í Louisiana
Undirskrift

Menntun breyta

Humphrey hóf nám í Minnesota-háskóla árið 1929 en varð að hætta vegna fjárhagsörðugleika á tímum kreppunnar miklu. Þess í stað kláraði hann nám í lyfjatækni og starfaði í apóteki í eigu fjölskyldunnar. Síðar útskrifaðist hann með Bachelor gráðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Minnesota og mastergráðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Louisiana-fylki. Það var ætlun hans að ljúka doktorsnámi í stjórnmálafræði en hann hætti því vegna þess hversu virkur hann var í stjórnmálum.[2]

Stjórnmálaferill breyta

Árið 1945 varð Humphrey borgarstjóri Minneapolis. Hann fangaði athygli þjóðarinnar með þrumuræðu um borgaraleg réttindi minnihlutahópa á Þjóðarfundi demókrata árið 1948, sama ár var hann kosinn þingmaður öldungardeildar. Hann var kjörinn varaforseti Bandaríkjanna árið 1964 og gegndi því embætti í fjögur ár í valdatíð Lyndon B. Johnson. Eftir að hafa beðið ósigur í forsetakosningum gegn Richard Nixon árið 1968 sneri Humphrey aftur til öldungardeildar árið 1971 og starfaði þar þangað til hann lést úr krabbameini í byrjun árs 1978. Það sama ár tilkynnti Jimmy Carter um stofnun Hubert H. Humphrey Fellowship Program honum til heiðurs.[3]

Eitt af hans merkustu afrekum var að koma á sáttmála við Sovétríkin um takmörkun og bann á kjarnorkutilraunum (e. Limited Nuclear Test Ban Treaty) árið 1963. Þá átti hann þátt í að koma lögum um borgaraleg réttindi (e. Civil Rights Act) í gegnum þingið árið 1964, þrátt fyrir gífurlegt málþóf. Hann átti einnig þátt í að koma fjölda annarra laga í gegnum þing og var talinn afkastamikill á því sviði.[4]

Tilvísanir breyta

  1. „Hubert H. Humphrey“. Sótt 22. nóvember 2014.
  2. „Hubert H. Humphrey“. Sótt 22. nóvember 2014.
  3. „Hubert H. Humphrey“. Sótt 22. nóvember 2014.
  4. „VP Hubert Humphrey“. Sótt 22. nóvember 2014.

Heimildir breyta


Fyrirrennari:
Lyndon B. Johnson
Varaforseti Bandaríkjanna
(20. janúar 196520. janúar 1969)
Eftirmaður:
Spiro Agnew