Repúblikanaflokkurinn
Repúblikanaflokkurinn (á ensku Republican Party sem merkir „flokkur lýðveldissinna“, gengur oft undir skammstöfuninni GOP fyrir Grand Old Party) er stjórnmálaflokkur í Bandaríkjunum og annar tveggja stórra flokka þar í landi, hinn er Demókrataflokkurinn. Af þeim tveimur er Repúblikanaflokkurinn talinn íhaldssamari en það má rekja til þess að í gegnum tíðina hefur flokkurinn stutt afskiptalausa auðvaldsstefnu, lága skatta og íhaldssöm gildi[1]. Opinbert kennimerki flokksins er fíll og rekja má uppruna þess til ársins 1874 þegar Thomas Nast birti skopmynd af samskiptum tveimur stærstu flokkanna en fíll lék þar hlutverk repúblikana [2].
Repúblikanaflokkurinn Republican Party | |
---|---|
Formaður | Michael Whatley |
Þingflokksformaður | Mike Johnson (Fulltrúadeild) Mitch McConnell (Öldungadeild) |
Stofnár | 20. mars 1854 |
Höfuðstöðvar | 310 First Street SE Washington, D.C. 20003 |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Íhaldsstefna, hægristefna, nýíhaldsstefna, frjálshyggja |
Einkennislitur | Rauður |
Öldungadeild | |
Fulltrúadeild | |
Vefsíða | http://www.gop.com |
Saga
breytaFlokkurinn var stofnaður árið 1854 í Ripon í Wisconsin til þess að berjast gegn útbreiðslu þrælahalds og stuðla að nútímavæðingu Bandaríkjanna. Flokkurinn samanstóð aðallega af fyrrum Viggum (e. Whig party) en sá flokkur hafði leyst upp vegna deilna innan flokksins. Hann var ótengdur nafna sínum Demókratíska repúblikanaflokkinum sem Demókrataflokkurinn á rætur sínar að rekja til.[3] Í byrjun var flokkurinn aðallega bundinn við miðvesturríkin og barðist hann gegn því að þrælahald breiddist út til vesturríkjanna. Áhrif flokksins jukust í miðvesturríkjunum og breiddust út til norðurs og árið 1856 völdu þeir sinn fyrsta forsetaframbjóðanda, það var John C. Fremont landkönnuður.[4] Abraham Lincoln varð hins vegar fyrsti frambjóðandi flokksins sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna, það var árið 1861. Hingað til hafa repúblikanar átt 19 forseta, á meðal þeirra þekktustu, fyrir utan Lincoln, eru James Garfield, Theodore Roosevelt, Dwight D. Eisenhower, Richard M. Nixon, Ronald Reagan og George W. Bush.[5] Frá stofnun og fram yfir miðja 20. öld var flokkurinn sterkastur í norðausturríkjunum, miðvesturríkjunum og á vesturströndinni á meðan demókratar voru ósigrandi í suðrinu. Á síðustu áratugum hefur þetta algjörlega snúist við, repúblikanar sækja langmest fylgi sitt til suðurs á meðan demókratar sækja sitt aðallega til miðvestur- og norðurríkjanna.
Stefnumál
breytaUpphaflegu stofnendur flokksins vildu ekki viðurkenna rétt ríkja til að stunda þrælahald en í dag styður flokkurinn helstu baráttumál ríkja gegn ríkisstjórninni og er á móti því að ríkisstjórnin ráði málum sem hafa í gegnum tíðina verið hlutverk ríkjanna sjálfra að ráða, svo sem menntamál. Repúblikanar vilja hafa skatta lága til að örva efnahaginn og eru almennt á móti því að ríkisstjórnin komi reglu á efnahaginn. Flestir meðlimir flokksins eru þó fylgjandi því að ríkisstjórnin setji reglur þegar kemur að einkalífi fólks í málum sem koma efnahagslegu frelsi ekki við, líkt og fóstureyðingum. Þó er flokkurinn almennt ekki fylgjandi því að setja reglur þegar kemur að byssueign. Repúblikanar eru líklegri til að styðja skipulagðar bænastundir í skólahaldi og vera á móti lögleiðingu jafnra réttinda samkynhneigðra. Utanríkisstefna repúblikana hefur í gegnum tíðina verið sú að hafa vernda land og þjóð og óvægni þegar kemur að hagsmunum þjóðaröryggis þrátt fyrir mótstöðu alþjóðasamfélagsins.[6]
Forsetar Bandaríkjanna úr Repúblikanaflokknum
breytaNítján af forsetum Bandaríkjanna hafa komið úr röðum repúblíkana.
- Abraham Lincoln, 1861–1865
- Ulysses Grant, 1869–1877
- Rutherford B. Hayes, 1877–1881
- James A. Garfield, 1881
- Chester A. Arthur, 1881–1885
- Benjamin Harrison, 1889–1893
- William McKinley, 1897–1901
- Theodore Roosevelt, 1901–1909
- William H. Taft, 1909–1913
- Warren G. Harding, 1921–1923
- Calvin Coolidge, 1923–1929
- Herbert Hoover, 1929–1933
- Dwight Eisenhower, 1953–1961
- Richard Nixon, 1969–1974
- Gerald Ford, 1974–1977
- Ronald Reagan, 1981–1989
- George H. W. Bush, 1989–1993
- George W. Bush, 2001–2009
- Donald Trump, 2017–2021 og 2025-2029
Tilvísanir
breyta- ↑ http://www.britannica.com/EBchecked/topic/498842/Republican-Party
- ↑ http://www.harpweek.com/09Cartoon/BrowseByDateCartoon.asp?Year=2003&Month=November&Date=7
- ↑ http://www.britannica.com/EBchecked/topic/498842/Republican-Party
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2010. Sótt 30. september 2010.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2010. Sótt 30. september 2010.
- ↑ http://www.britannica.com/EBchecked/topic/498842/Republican-Party
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Republikanische_Partei“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. nóvember 2006.