Mike Pence

48. varaforseti Bandaríkjanna

Michael Richard „Mike“ Pence (fæddur 7. júní 1959 í Columbus, Indiana) er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna frá 2017 til 2021 í forsetatíð Donalds Trumps. Hann var einnig fyrrverandi ríkisstjóri Indiana og fulltrúadeildarþingmaður fyrir Indiana á Bandaríkjaþingi frá 2001 til 2013.

Mike Pence
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 2017 – 20. janúar 2021
ForsetiDonald Trump
ForveriJoe Biden
EftirmaðurKamala Harris
Fylkisstjóri Indiana
Í embætti
14. janúar 2013 – 9. janúar 2017
VararíkisstjóriSue Ellspermann
Eric Holcomb
ForveriMitch Daniels
EftirmaðurEric Holcomb
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir Indiana
Í embætti
3. janúar 2001 – 2. janúar 2013
ForveriDavid M. McIntosh
EftirmaðurLuke Messer
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. júní 1958 (1958-06-07) (66 ára)
Columbus, Indiana, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiKaren Batten (g. 1985)
Börn3
HáskóliHanover-háskóli
Indiana University – Purdue University Indianapolis
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Pence er með lögfræðigráðu frá Indiana-háskóla. Pence er kristinn íhaldsmaður og er á móti fóstureyðingum og hjónabandi samkynhneigðra. Sem ríkisstjóri Indiana lækkaði hann m.a. skatta og hætti styrkjum við Planned Parenthood, stofnun sem styður við fóstureyðingar. Pence trúir því ekki að reykingar valdi dauðsföllum þó hann segi þær ekki heilsusamlegar. Sem þingmaður kaus hann með Íraksstríðinu.

Pence kom til Íslands haustið 2019 þar sem hann fundaði með ráðamönnum og tók þátt í viðskiptaþingi í Höfða.

Forsetakosningarnar 2020 og árásin á Bandaríkjaþing

breyta

Trump og Pence töpuðu endurkjöri í forsetakosningunum 2020 fyrir Joe Biden og Kamölu Harris. Eftir kosningarnar hélt Trump því fram að Biden hefði svindlað í kosningunum og höfðaði fjölda dómsmála til að reyna að fá niðurstöðunum hnekkt. Þar sem Trump tapaði í öllum þessum dómsmálum hvatti hann Pence, sem hafði það hlutverk að stýra þingfundi þar sem atkvæði kjörmannaráðsins voru talin, til þess að neita að telja „fölsk“ atkvæði sem tryggðu Biden sigurinn.[1] Pence neitaði að verða við ósk Trumps þar sem varaforseti Bandaríkjanna hefur ekki lagalegt vald til að ákveða hvort atkvæði kjörmanna eru talin eða ekki. Ákvörðun Pence um að fara ekki út fyrir lögbundið hlutverk sitt leiddi til vinslita milli þeirra Trumps, sem taldi Pence bregðast trausti sínu. Þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021 til að koma í veg fyrir staðfestingu kosninganna kölluðu margir þeirra Pence svikara og kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.[2]

Pence gaf leyfi fyrir því að þjóðvarðliðið yrði kallað á vettvang til að endurheimta þinghúsið úr höndum árásarmannanna þann 6. janúar eftir að Trump neitaði að gera það.[3] Eftir að þinghúsið var endurheimt frá stuðningsmönnum Trumps hélt þingfundurinn áfram undir stjórn Pence og niðurstaða kosninganna var endanlega staðfest.[4] Pence lét því af embætti ásamt Trump þann 20. janúar 2021.

Forsetaframboð 2024

breyta

Pence tilkynnti þann 5. júní 2023 að hann myndi gefa kost á sér í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024.[5] Pence hætti við framboð sitt þann 28. október sama ár.[6] Hann hafði áður lýst yfir að hann myndi ekki vilja vera varaforsetaefni Trumps aftur.

Tilvísanir

breyta
  1. „Þrýst­ir á Pence að staðfesta ekki úr­slit­in“. mbl.is. 6. janúar 2021. Sótt 7. janúar 2021.
  2. „Mike Pence slapp naumlega undan múgnum“. Fréttablaðið. 6. janúar 2021. Sótt 16. maí 2021.
  3. Einar Þór Sigurðsson (6. janúar 2021). „Allt það helsta frá óeirðunum í Washington í kvöld“. Fréttablaðið. Sótt 7. janúar 2021.
  4. Sunna Kristín Hilmarsdóttir (7. janúar 2021). „Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið“. Vísir. Sótt 7. janúar 2021.
  5. Samúel Karl Ólason (5. júní 2023). „Pence býður sig aftur fram“. Vísir. Sótt 5. júní 2023.
  6. „Pence hættir við forsetaframboðið“. mbl.is. 28. október 2023. Sótt 28. október 2023.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Mike Pence“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. nóv. 2016.

Fyrirrennari:
Joe Biden
Varaforseti Bandaríkjanna
(20. janúar 201720. janúar 2021)
Eftirmaður:
Kamala Harris