Mike Pence
Michael Richard „Mike“ Pence (fæddur 7. júní 1959 í Columbus, Indiana) er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og fyrrverandi ríkisstjóri Indiana. Hann var fulltrúadeildarþingmaður fyrir Indiana á Bandaríkjaþingi frá 2001-2013.
Mike Pence | |
---|---|
![]() | |
Varaforseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 20. janúar 2017 – 20. janúar 2021 | |
Forseti | Donald Trump |
Forveri | Joe Biden |
Eftirmaður | Kamala Harris (kjörin) |
Fylkisstjóri Indiana | |
Í embætti 14. janúar 2013 – 9. janúar 2017 | |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir Indiana | |
Í embætti 3. janúar 2001 – 2. janúar 2013 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 7. júní 1958 Columbus, Indiana, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Karen Batten (g. 1985) |
Börn | 3 |
Háskóli | Hanover-háskóli Indiana University – Purdue University Indianapolis |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
Pence er með lögfræðigráðu frá Indiana-háskóla. Pence er kristinn íhaldsmaður og er á móti fóstureyðingum og hjónabandi samkynhneigðra. Sem ríkisstjóri Indiana hefur hann m.a. lækkað skatta og hætt styrkjum við Planned Parenthood, stofnun sem styður við fóstureyðingar. Pence trúir því ekki að reykingar valdi dauðsföllum þó hann segi þær ekki heilsusamlegar. Sem þingmaður kaus hann með Íraksstríðinu.
Pence kom til Íslands haustið 2019 þar sem hann fundaði með ráðamönnum og tók þátt í viðskiptaþingi í Höfða.
HeimildBreyta
Fyrirmynd greinarinnar var „Mike Pence“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. nóv. 2016.
Fyrirrennari: Joe Biden |
|
Eftirmaður: Kamala Harris |