Sadio Mané
Sadio Mané (fæddur 10. apríl 1992) er senegalskur knattspyrnumaður sem spilar með Al Nassr og senegalska landsliðinu í knattspyrnu.
Sadio Mané | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Sadio Mané | |
Fæðingardagur | 10. apríl 1992 | |
Fæðingarstaður | Sedhiou, Senegal | |
Hæð | 1,74 m | |
Leikstaða | Vængmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Bayern München | |
Númer | 10 | |
Yngriflokkaferill | ||
Génération Foot | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2011-2012 | FC Metz | 22 (2) |
2012-2014 | Red Bull Salzburg | 63 (31) |
2014-2016 | Southampton FC | 67 (21) |
2016-2022 | Liverpool FC | 196 (90) |
2022-2023 | Bayern München | 3 (3) |
2023- | Al Nassr | 13 (6) |
Landsliðsferill2 | ||
2012 2012- |
Senegal U23 Senegal |
4 (0) 100 (40) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Félagslið
breytaMané hélt til Evrópu árið 2011 þegar hann spilaði með Metz í Frakklandi. Síðar hélt hann til Austurríkis og vann austurrísku Bundesliguna og bikarinn með liðinu Red Bull Salzburg árið 2014. Eftir það hélt hann til Englands. Fyrst með Southampton og síðan 2016 með Liverpool.
Mané á met yfir stystu þrennu í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrjú mörk á 176 sekúndum árið 2015 (Robbie Fowler átti fyrra met frá 1994).
Liverpool FC
breytaMané kom til Liverpool í júní 2016 og gerði 5 ára samning. Hann varð dýrasti afríski leikmaður sögunnar þess tíma. Hann skoraði 13 mörk á sínu fyrsta tímabili en meiðsli settu strik á seinni hluta þess. Mané varð hluti af sóknarteymi með Mohamed Salah, Roberto Firmino og Philippe Coutinho sem kallaðist "Fab Four" og "Fab Three" (eftir að Coutinho fór).
Mané skoraði sína fyrstu þrennu í febrúar 2018 fyrir félagið í útisigri, 5-0, gegn Porto í Meistaradeild Evrópu. Í apríl sama ár varð hann markahæsti Senegalinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók fram úr Demba Ba,
Árið 2019 skoraði Mané 2 mörk gegn Bayern München í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og síðar í úrslitum vann hann vítaspyrnu á móti Tottenham í úrslitunum sem Salah skoraði úr. Liverpool vann Meistaradeildinna og Mané varð í fjórða sæti í Balon D'Or það ár.
Hann deildi markakóngstitlinum tímabilið 2018-2019 með Mohamed Salah og Pierre Emerick-Aubameyang með 22 mörk. Haustið 2021 skoraði hann sitt 100. úrvalsdeildarmark.
Bayern München
breytaMané gerði 3 ára samning við Bayern í júní 2022. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ofurbikarnum gegn RB Leipzig í 5-3 sigri.
Landslið
breytaMané er markahæsti leikmaður Senegal frá upphafi og sá 3. leikjahæsti. Hann komst í lið mótsins í Afríkukeppninni 2019 þegar Senegal tapaði fyrir Alsír í úrslitum. Senegal vann mótið árið 2022 þegar liðið vann Egyptaland (á móti félaga sínum Mohamed Salah í Liverpool) í úrslitum. Mané skoraði sigurmarkið í vítaspyrnukeppni en hafði áður brennt víti í leiknum. Hann var valinn besti leikmaður mótsins.
Verðlaun og viðurkenningar
breytaRed Bull Salzburg
- Deildarmeistari: 2013–14
- Bikarmeistari: 2013–14
Liverpool
- Deildarmeistari: 2019–2020
- Meistaradeild Evrópu: 2018–19
- UEFA Super Cup: 2019
- FIFA Club World Cup: 2019
Al Nassr
- Arabíska meistarakeppnin: 2023
Senegal
- Afríkukeppnin, 1. sæti: 2021
- Afríkukeppnin, 2. sæti: 2019
Einstaklingsviðurkenningar
breytaListinn er ekki tæmandi
- Leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni: Ágúst 2017, mars 2019, nóvember 2019
- Gullskórinn í ensku úrvalsdeildinni: 2018–19
- Besti afríski leikmaður ársins: 2019
- Besti leikmaður Afríkukeppninnar: 2022
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Sadio Mané“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. júní. 2018.