Sadio Mané

Sadio Mané (fæddur 10. apríl 1992), er senegalskur knattspyrnumaður sem spilar með Liverpool FC og senegalska landsliðinu í knattspyrnu.

Sadio Mané
Sadio Mané Senegal.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Sadio Mané
Fæðingardagur 10. apríl 1992 (1992-04-10) (29 ára)
Fæðingarstaður    Sedhiou, Senegal
Hæð 1,75 m
Leikstaða Vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Liverpool FC
Númer 10
Yngriflokkaferill
Génération Foot
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2011-2012
2012-2014
2014-2016
2016-
FC Metz
Red Bull Salzburg
Southampton FC
Liverpool FC
22 (2)
63 (31)
67 (21)
170 (79)   
Landsliðsferill2
2012
2012-
Senegal U23
Senegal
4 (0)
79 (26)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært okt 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
apríl. 2021.

Mané hélt til Evrópu árið 2011 þegar hann spilaði með Metz í Frakklandi. Síðar hélt hann til Austurríkis og vann austurrísku Bundesliguna og bikarinn með liðinu Red Bull Salzburg árið 2014. Eftir það hefur hann spilað á Englandi. Fyrst með Southampton og síðan 2016 með Liverpool.

Mané á met yfir þrennu í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrjú mörk á 176 sekúndum árið 2015 (Robbie Fowler átti fyrra met frá 1994). Hann deildi markakóngstitlinum tímabilið 2018-2019 með Mohamed Salah og Pierre Emerick-Aubameyang með 22 mörk. Haustið 2021 skoraði hann sitt 100. úrvalsdeildarmark.

Mané var valinn Besti afríski leikmaður ársins árið 2019. Hann er múslimi.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist