Tottenham Hotspur Stadium

Knattspyrnuvöllur í London á Englandi

Tottenham Hotspur Stadium er knattspyrnuvöllur liðsins Tottenham Hotspur. Hann tók við af White Hart Lane og var byggður í kringum hann. Sæti eru rúm 62.000. Bygging vallarins hófst árið 2015 og seinkaði opnun hans talsvert. Fyrsti leikur Spurs í úrvalsdeildinni á vellinum var 3. apríl árið 2019. Völlurinn er einnig hannaður fyrir amerískan fótbolta og er því fyrsti sérhannaði NFL-völlurinn fyrir utan Norður-Ameríku. Einnig hafa verið haldnir tónleikar og aðrir viðburðir á vellinum.

Tottenham Hotspur Stadium. Mars 2019.

Svipmyndir breyta