Arnar Gunnlaugsson

íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari

Arnar Gunnlaugsson (3. mars 1973) er íslenskur fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi þjálfari Knattspyrnufélagsins Víkings.

Arnar Gunnlaugsson
Upplýsingar
Fullt nafn Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Fæðingardagur 3. mars 1973 (1973-03-03) (51 árs)
Fæðingarstaður    Akranes, Ísland
Leikstaða framherji, miðja
Núverandi lið
Núverandi lið Víkingur (þjálfari meistaraflokks)
Yngriflokkaferill
-1989 ÍA Akranes
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1989-1992 ÍA 38 (19)
1992-1994 Feyenoord 9 (0)
1994-1995 1. FC Nürnberg 28 (8)
1995 ÍA 7 (15)
1995-1997 Sochaux 25 (4)
1997 ÍA 2 (1)
1997-1999 Bolton Wanderers 42 (13)
1999-2002 Leicester City 30 (3)
2000 Stoke City (loan) 13 (2)
2002 Stoke City (loan) 9 (3)
2002-2003 Dundee United 6 (0)
2003-2006 KR Reykjavík 34 (14)
2006-2007 ÍA 15 (5)
2007-2008 FH 24 (10)
2008-2009 ÍA 14 (8)
2009 Valur 4 (0)
2010 Haukar 18 (8)
2011 Fram 14 (7)
Landsliðsferill2
1988
1988-1990
1992
1993-2003
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
7 (4)
13 (6)
6 (2)
32 (3)
Þjálfaraferill
2006
2008-2009
2016-2017
2017-2018
2018-
ÍA
ÍA
KR (aðstoðarmaður)
Víkingur Reykjavík (aðstoðarmaður)
Víkingur R

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 24. júní 2019.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
24. júní 2019.

Arnar hóf ferilinn á Akranesi og lék með ÍA til ársins 1992 þegar hann gerðist atvinnumaður í Hollandi.

Á atvinnumannaferli sínum lék Arnar með Feyenoord (1992-1994), 1. FC Nürnberg (1994-1995), Sochaux (1995-1997), Bolton (1997-1999), Leicester (1999-2002), Dundee United (2002-2003) auk þess sem hann fór til Stoke City á láni bæði árið 2000 og 2002. Hann lék 32 leiki fyrir A-landslið Íslands og gerði í þeim 3 mörk; gegn Síle, Svíþjóð og Lúxemborg.

Árangur sem þjálfari:

breyta

Knattspyrnufélagið Víkingur

  • Þjálfari ársins 2023 í vali Samtaka íþróttafréttamanna.

Árangur sem leikmaður:

breyta

Leicester City

ÍA

FH

KR