Arnar Gunnlaugsson

Arnar Gunnlaugsson (3. mars 1973) er íslenskur fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi þjálfari Knattspyrnufélagsins Víkings.

Arnar Gunnlaugsson
Upplýsingar
Fullt nafn Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Fæðingardagur 3. mars 1973 (1973-03-03) (48 ára)
Fæðingarstaður    Akranes, Ísland
Leikstaða framherji, miðja
Núverandi lið
Núverandi lið Víkingur (þjálfari meistaraflokks)
Yngriflokkaferill
-1989 ÍA Akranes
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1989-1992
1992-1994
1994-1995
1995
1995-1997
1997
1997-1999
1999-2002
2000
2002
2002-2003
2003-2006
2006-2007
2007-2008
2008-2009
2009
2010
2011
ÍA
Feyenoord
1. FC Nürnberg
ÍA
Sochaux
ÍA
Bolton Wanderers
Leicester City
Stoke City (loan)
Stoke City (loan)
Dundee United
KR Reykjavík
ÍA
FH
ÍA
Valur
Haukar
Fram
38 (19)
9 (0)
28 (8)
7 (15)
25 (4)
2 (1)
42 (13)
30 (3)
13 (2)
9 (3)
6 (0)
34 (14)
15 (5)
24 (10)
14 (8)
4 (0)
18 (8)
14 (7)   
Landsliðsferill2
1993-2003 Ísland 32 (3)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 24. júní 2019.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
24. júní 2019.

Arnar hóf ferilinn á Akranesi og lék með ÍA til ársins 1992 þegar hann gerðist atvinnumaður í Hollandi.

Á atvinnumannaferli sínum lék Arnar með Feyenoord (1992-1994), 1. FC Nürnberg (1994-1995), Sochaux (1995-1997), Bolton (1997-1999), Leicester (1999-2002), Dundee United (2002-2003) auk þess sem hann fór til Stoke City á láni bæði árið 2000 og 2002. Hann lék 32 leiki fyrir A-landslið Íslands og gerði í þeim 3 mörk; gegn Síle, Svíþjóð og Lúxemborg.

Árangur sem þjálfari:Breyta

Knattspyrnufélagið Víkingur

Árangur sem leikmaður:Breyta

Leicester City

ÍA

FH

KR