David Silva
spænskur knattspyrnumaður (f. 1986)
David Silva (f. 8. janúar 1986 á Gran Canaria) er spænskur fyrrum knattspyrnumaður. Hann var lipur vinstrifótarleikmaður sem var skapandi og fann svæði innan um varnarmenn og hafði auga fyrir sendingum.
David Silva | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | David Josué Jiménez Silva | |
Fæðingardagur | 8. janúar 1986 | |
Fæðingarstaður | Arguineguín, Kanaríeyjar, Spánn | |
Hæð | 1,70 m | |
Leikstaða | Miðjumaður | |
Yngriflokkaferill | ||
1995–2000 2000–2003 |
San Fernando Valencia CF | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2003-2004 | Valencia CF B | 14 (1) |
2004–2010 | Valencia CF | 119 (21) |
2004-2005 | SD Eibar→lán | 35 (4) |
2005-2006 | Celta de Vigo→lán | 34 (4) |
2010-2020 | Manchester City | 309 (60) |
2020-2023 | Real Sociedad | 74 (6) |
Landsliðsferill | ||
2001–2002 2002–2003 2004–2005 2005 2004–2006 2006-2018 |
Spánn U16 Spánn U17 Spánn U19 Spánn U20 Spánn U21 Spánn |
6 (2) 20 (5) 14 (5) 5 (4) 9 (7) 125 (35) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Silva er þekktastur sem leikmaður Manchester City þar sem hann spilaði frá 2010-2020. Hann er í 6. sæti yfir flestu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Silva hóf ferilinn á Kanaríeyjum en byrjaði í ungmennaliðum Valencia CF, 14 ára gamall. Hann var sigursæll með Spáni með 2 EM titla og einn á HM en lagði landsliðsskóna á hilluna 2018. Silva lagði svo skóna alfarið á hilluna árið 2023 en hann var með Real Sociedad síðustu ár og glímdi við hnémeiðsli.
Titlar
breyta- Copa del Rey: 2007–08 (Valencia), 2019-2020 (Real Sociedad)
- Premier League: 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19
- FA Cup: 2010–11, 2018–19
- EFL Cup: 2013–14, 2015–16, 2017–18, 2018–19, 2019–20
- FA Community Shield: 2012, 2018, 2019
Spánn:
- EM 2008 og 2012, meistari
- HM 2010, meistari