Stamford Bridge (Stanfurðubryggja) er heimavöllur enska knattspyrnuliðsins Chelsea í Hammersmith og Fulham, London (hið eiginlega Chelsea hverfi er austar). Völlurinn tekur 40.834 manns í sæti. Hann var opnaður 28. apríl 1877 og var þá notaður af frjálsíþróttasambandinu London Athletics Club. Árið 1905 bauð eigandi vallarins, Gus Mears, Fulham að spila á vellinum en þeir afþökkuðu boðið og þá var Chelsea stofnað.

Stamford Bridge.
Vesturstúkan.

Fyrir utan knattspyrnu hafa einnig farið fram viðureignir í krikket, rúgbý og amerískum fótbolta á Stamford Bridge. Árin 1920 — 22 voru úrslitaleikir FA-bikarsins spilaðir á vellinum.

Völlurinn var gerður upp á 10. áratugnum og varð einn sá veglegasti í Bretlandi. Nú eru nú tvö hótel, safn, barir og veitingastaðir á svæðinu í kringum leikvanginn.

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.