Kevin De Bruyne (fæddur 28. júní 1991 í Drongen, Belgíu) er belgískur knattspyrnumaður sem spilar sem miðjumaður með Manchester City og belgíska landsliðinu. Hann er mærður fyrir tækni sína, útsjónarsemi, sendingar og langskot.

Kevin De Bruyne
Upplýsingar
Fullt nafn Kevin De Bruyne
Fæðingardagur 28. júní 1991 (1991-06-28) (33 ára)
Fæðingarstaður    Drongen, Belgía
Hæð 1,81m
Leikstaða Miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Manchester City
Númer 17
Yngriflokkaferill
1997-1999
1999-2005
2005-2008
KVV Drongen
KAA Gent
KRC Genk
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2008-2012 KRC Genk 97 (16)
2012-2014 Chelsea FC 3 (0)
2012-2013 SV Werder Bremen (lán) 33 (10)
2014-2015 VfL Wolfsburg 51 (13)
2015- Manchester City 242 (65)
Landsliðsferill
2008-2009
2009-2010
2010-2011
2010-
Belgía U18
Belgía U19
Belgía U21
Belgía
7 (1)
10 (1)
2 (0)
99 (26)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Kevin De Bruyne með Belgíu (2013).

De Bruyne hóf ferilinn með Genk í heimalandinu og var í sigurhópnum sem sigraði belgísku deildina 2010-2011. Árið 2012 gekk hann til liðs við Chelsea FC þar sem hann fékk lítið að spreyta sig og var lánaður til SV Werder Bremen. Árið 2014 fór hann til VfL Wolfsburg og árið 2015 var hann útnefndur fótboltamaður ársins í Þýskalandi en hann átti 21 stoðsendingu á tímabilinu 2014-2015 sem var nýtt met í Bundesligunni. Seinna það ár gekk hann til liðs við Manchester City. Kevin de Bruyne jafnaði met Thierry Henry með 20 sendingar á einu tímabili í úrvalsdeildinni tímabilið 2019-2020 en hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins. Hann er í 2. sæti yfir flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.

Í maí 2022 skoraði De Bruyne 4 mörk á fyrstu 24 mínútunum gegn Wolverhampton Wanderers. Hann var valinn leikmaður tímabilsins 2021-2022. Tímabilin 2016-17, 2017–18, 2019–20 og 2022–23 varð hann stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni.

De Bruyne hefur spilað með aðallandsliði Belgíu síðan 2010 og átti stóran þátt í að gera Belga að bronsliði á HM 2018. Hann talar hollensku, frönsku, þýsku og ensku. Móðir hans er ensk, fædd í Búrúndí.

Heimild

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.