Ryan Giggs
Ryan Joseph Giggs (Áður Ryan Wilson) (fæddur 29. nóvember 1973 í Cardiff, Wales.) er fyrrum velskur knattspyrnumaður/miðherji og fyrrum þjálfari velska landsliðsins. Hann lék með Manchester United á Englandi frá 1991-2014; alls 963 leiki. Hann á metið yfir flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Hann vann 13 deildartitla með United, 4 FA bikara, League Cup bikara og 2 Meistaradeildartitla.
Árið 2014 var Giggs tímabundinn knattspyrnustjóri Manchester United ásamt því að spila með liðinu. Hann var svo aðstoðarþjálfari United til 2016. Giggs spilaði með velska landsliðinu frá 1991-2007. Hann á að hluta knattspyrnufélagið Salford City.
Giggs sagði af sér sem þjálfari Wales sumarið 2022 eftir að ásakanir komu fram um andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn fyrrum konu hans. [1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Ryan Giggs: Ex-Manchester United winger resigns as Wales manager BBC, skoðað 22/8 2022