Ryan Joseph Giggs (Áður Ryan Wilson) (fæddur 29. nóvember 1973 í Cardiff, Wales.) er fyrrum velskur knattspyrnumaður/miðherji og fyrrum þjálfari velska landsliðsins. Hann lék með Manchester United á Englandi frá 1991-2014; alls 963 leiki. Hann á metið yfir flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Hann vann 13 deildartitla með United, 4 FA bikara, League Cup bikara og 2 Meistaradeildartitla.

Ryan Giggs
Giggs árið 2015.

Árið 2014 var Giggs tímabundinn knattspyrnustjóri Manchester United ásamt því að spila með liðinu. Hann var svo aðstoðarþjálfari United til 2016. Giggs spilaði með velska landsliðinu frá 1991-2007. Hann á að hluta knattspyrnufélagið Salford City.

Giggs sagði af sér sem þjálfari Wales sumarið 2022 eftir að ásakanir komu fram um andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn fyrrum konu hans. [1]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir breyta

  1. Ryan Giggs: Ex-Manchester United winger resigns as Wales manager BBC, skoðað 22/8 2022