Manchester City

(Endurbeint frá Manchester City F.C.)

Manchester City er knattspyrnulið sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og ríkjandi Englandsmeistari. Liðið var stofnað árið 1880 og hefur unnið efstu deild í Englandi 10 sinnum, þar af ensku úrvalsdeildina 9 sinnum.

Manchester City.
Fullt nafn Manchester City.
Gælunafn/nöfn Citizens, Sky Blues, City
Stytt nafn Man City, MCFC
Stofnað 1880, sem
West Gorton (St. Marks)
Leikvöllur Etihad Stadium
Stærð 55,097
Knattspyrnustjóri Fáni Spánar Pep Guardiola
Deild Enska úrvalsdeildin
2023-2024 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur
Lið City árið 2017.

Leikvangurinn City of Manchester Stadium (Etihad Stadium) var opnaður árið 2003. Árið 2008 var liðið keypt af Abu Dhabi United Group og hefur liðið keypt dýra leikmenn síðan þá og uppskorið eftir því. Liðið var 5. tekjuhæsta félagsliðið árið 2017.

Árið 2017 setti liðið nýtt met á Englandi þegar það vann 18 leiki í röð. Sama ár spilaði lið undirbúningleik á Laugardalsvelli við West Ham í ágúst. Tímabilið 2017-2018 setti City nýtt stigamet í úrvalsdeildinni þegar það náði 100 stigum. Tímabilið 2022-2023 náði liðið að vinna þrennu; deild, bikar og meistaradeildina. Tímabilið eftir varð City fyrsta félag í sögu enska boltans til að vinna efstu deild fjögur ár í röð.

Eigendur liðsins hafa verið sakaðir um ólöglega fjármálagjörninga. [1] Árið 2023 kærði enska úrvalsdeildin liðið fyrir að brjóta fjárhagslegar reglur. [2]

Leikmenn 2024

breyta

Markmenn

breyta

Varnarmenn

breyta

Miðjumenn

breyta

Sóknarmenn

breyta

Titlar

breyta
  • Fyrsta deild/Úrvalsdeild (10): 1936–37, 1967–68, 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19, 2020-2021, 2021-2022, 2022-2023, 2023-2024
  • Önnur/Fyrsta deild (7): 1898–99, 1902–03, 1909–10, 1927–28, 1946–47, 1965–66, 2001–02
  • Enski bikarinn (7): 1903–04, 1933–34, 1955–56, 1968–69, 2010–11, 2018-19, 2022-2023
  • Football League Cup (5): 1969–70, 1975–76, 2013–14, 2015–16, 2017–18, 2018-2019, 2019-2020, 2020-2021
  • FA-Samfélagsskjöldurinn (7): 1937, 1968, 1972, 2012, 2018, 2019, 2024
  • Evrópukeppni bikarhafa (1): 1969–70
  • Meistaradeild Evrópu (1): 2023
  • Heimsmeistarar félagsliða (1): 2023
   Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tenglar

breyta

Manchester City exposed - Umfjöllun Der Spiegel um fjármál Manchester City

Tilvísanir

breyta
  1. Fordæðuskapur og fláræði Manchester City Rúv, skoðað 14. nóv, 2018.
  2. News - Manchester City charged with breaking financial rules by Premier League BBC, sótt 6/2 2023