Brentford FC

Brentford Football Club er enskt knattspyrnulið frá Brentford í vestur-London sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið var stofnað árið 1889 og spilaði á heimavelli sínum Griffin Park frá 1904-2020. Frá 2020 spilaði liðið á nýjum velli; Brentford Community Stadium. Helstu andstæðingar eru nágrannaliðin Fulham FC og Queens Park Rangers.

Brentford Football Club
Fullt nafn Brentford Football Club
Gælunafn/nöfn The Bees
Stofnað 1889
Leikvöllur Brentford Community Stadium
Stærð 17.250
Stjórnarformaður Cliff Crown
Knattspyrnustjóri Thomas Frank
Deild Enska úrvalsdeildin
2021/2022 13. af 20
Heimabúningur
Útibúningur
Griffin Park sem var heimavöllur liðsins 1904-2020.
Brentford Community Stadium er nálægt Kew Bridge.

Liðið komst í efstu deild 2021 eftir umspil en það hafði ekki spilað þar í nær 75 ár (1946-1947). Liðið endaði í 13. sæti tímabilið 2021-2022.

Íslenski leikmaðurinn Patrik Gunnarsson var varamarkmaður liðsins um tíma.

LeikmannahópurBreyta

20. júní 2021 Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1   GK David Raya
2   DF Dominic Thompson
3   DF Rico Henry
4   DF Charlie Goode
5   DF Ethan Pinnock
6   MF Christian Nørgaard
7   MF Sergi Canós
8   MF Mathias Jensen
  MF Christian Eriksen
14   MF Josh Dasilva
15   FW Marcus Forss
16   FW Joel Valencia
17   FW Ivan Toney
Nú. Staða Leikmaður
18   DF Pontus Jansson (Kapteinn)
19   MF Bryan Mbeumo
20   MF Saman Ghoddos
21   FW Halil Dervişoğlu
24   MF Tariqe Fosu
26   MF Shandon Baptiste
27   MF Vitaly Janelt
29   DF Mads Bech Sørensen
30   DF Mads Roerslev
31   MF Jan Žambůrek
41   MF Mads Bidstrup
  DF Julian Jeanvier
  DF Luka Racic
   Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.