John Law (21. apríl 1671 – 21. mars 1729) var skoskur hagfræðingur. Hann var einnig litríkur ævintýra- og fjármálamaður. Í valdatíð Filippusar II, Hertogans af Orleans, sem var ríkisstjóri Frakklands meðan Loðvík 15 var ómyndugur (1715-1723), endurskipulagði Law frönsk ríkisfjármál og utanríkisviðskipti, og var um skeið fjármálaráðherra landsins. Kjarninn í viðskiptaveldi Law var Mississippi-félagið, en hann er höfundur einnar fyrstu og stærstu hlutabréfabólu sögunnar, „Mississippi-bólunnar“.

John Law
Mynd af John Law eftir Casimir Balthazar.
Fæddur21. apríl 1671
Dáinn21. mars 1729 (57 ára)
ÞjóðerniSkoskur
StörfHagfræðingur, bankamaður
MakiCatherine Knollys
Börn2
Undirskrift

Ævi breyta

John Law fæddist í Edinborg í Skotlandi þann 21. apríl 1671. Fjölskylda hans starfaði í bankarekstri og við gullsmíð. Faðir hans átti Lauriston kastalann og móðir hans var fjarskyldur ættingi hertogans af Argyll. Eftir nám hóf Law störf við fjölskyldufyrirtækið 14 ára gamall. Hann lagði stund á bankaviðskipti og fjármál við hlið föður síns. Fljótlega eftir að faðir hans dó árið 1688 missti Law fljótlega áhuga á rekstri fjölskyldufyrirtækisins. Þess í stað varði hann meiri tíma í London þar sem hann stundaði fjárhættuspil.[1]

Eftir að hafa orðið manni að bana í einvígi í London ári 1694 flúði Law land og settist að í Amsterdam. Þar snéri hann sér aftur að fjármálum og kynnti sér bankatarfsemi í borginni, en Holland var um þessar myndir miðstöð Evrópskra fjármála. Eftir tíu ár í Amsterdam snéri Law aftur til Skotlands, þar sem hann reyndi að vinna skoðunum sínum fylgi, en hann vildi að Skotland stofnaði seðlabanka. Árið 1705 gaf hann út mikilvægasta rit sitt ferðum milli þar sem hann samdi áhrifamikið rit Money and Trade Considered with a Proposal for Supplying the Nation with Money.[2] Eftir að honum mistókst að vinna kenningum sínum hylli í Skotlandi snéri Law aftur til Evrópu og eyddi næstu árum í ferðalögum á milli Parísar og Amsterdam.

Árið 1716 stofnaði Law seðlabanka, Banque Générale Privé í þeim tilgangi að prenta pappírspeninga sem komu í staðinn fyrir gull og silfur. Bankinn varð að opinberum seðlabanka Frakklands eftir að krúnan tók hann yfir árið 1718, að ósk Law. Var bankinn endurnefndur Banque Royale. Pappírspeningar bankans voru með þeim fyrstu sem gefnir voru út sem löglegur gjaldmiðill af evrópuríki.[3] Á næstu árum þandist viðskiptaveldi Law út, en það var byggt í kringum Mississippi félagið og fjármagnað með útgáfu hlutabréfa.

Hagfræðilegar kenningar breyta

Law er þekktur fyrir kenningar sínar um eðli peninga, og gagnrýni á viðteknar merkantilískar kenningar um að peningar væru jafngildi auðs. Þjóðarauður væri aðeins mældur með umfangi viðskipta. Hann taldi að hægt væri að örva efnahagsstarfsemi með því að auka magn peninga í umferð. Skortur á peningum í umferð var að hans mati mikilvægur , Að hans sögn var aðeins hægt að mæla þjóðarauð með viðskiptum. Hann fullyrti þá að peningar væru mikilvægur þáttur í efnahagsþróun og að aukið peningamagn myndi bæta efnahag Frakklands.

 var mikilvægasta verk Law. Aðalábyrgð stjórnvalda, samkvæmt Law, var að auka hagsæld þjóðar. Áhrifaríkasta leiðin til að auka hagsæld væri að tryggja að nægt peningamag væri í umferð. Ólíkt viðteknum sjónarmiðum merkantilista taldi Law að pappírspeningar mikilvæga kosti framyfir gull og silfur. Mikilvægasti kosturinn var sá að hægt væri að auka magn pappírspeninga auðveldar en magn gull- eða silfurpeninga, því framboð á gulli og silfri væri takmarkað. Skortur á peningum var að hans mati mikilvæg hindrun í vegi viðskipta, og að með auknu peningamagni í umferð væri hægt að glæða viðskipti og auka þjóðarauð.[4]

Árið 1715 fékk John Law tækifæri til að sannreyna hagfræðilegu kenningar sínar í Frakklandi. Frakkland var nær gjaldþrota eftir stríð Lúðvíks XIV, fyrrverandi konungs Frakklands og var því efnahagslegt ástand Frakka slæmt. Þessar aðstæður gerðu Law kleift að koma sér fljótt á framfæri. Hann sannfærði ríkisstjóra Frakklands, hertogann af Orleans, um að með aðstoð kenninga sinna gæti hann endurreist fjármál ríkisins sem voru í molum eftir Spænska erfðastríðið.[5]

Mississippi félagið breyta

Samhliða bankanum og stöðu sinni innan Franska ríkisins, tók Law yfir Mississippi félagið. Félagið átti einkaleyfi á viðskiptum við nýlendu Frakka í Norður Ameríku. Á næstu tveimur árum tryggði hann Mississippi félagiu nánast algera einokun á utanríkisviðskiptum Frakka.[1]

Missisippifélagið varð miðpunkturinn í því sem kallað var „kerfi“ Law, en auk yfirráða yfir utanríkisviðskiptum lagði hann undir sig ríkisfjármál krúnunnar. Þann 25. júlí 1719 keypti félagið réttinn til að gefa út mynt. Rétturinn kostaði 50 milljón Livre, sem var fjármagnaður með útgáfu hlutabréfa Mississippifélagsins. Mánuði seinna, í ágúst, keypti félagið réttinn til að innheimta alla óbeina franska skatta. Sá réttur kostaði 52 milljón Livre á ári, en líkt og með aðrar fjárfestingar, fjármagnaði Law kaupin með útgáfu á nýjum hlutabréfum í Mississippifélaginu.[3]

Law var ákveðinn í því að greiða upp allar skuldir franska ríkisins. Þar með myndi myndast stöðugt tekjustreymi frá ríkinu sem væri ákveðinn lánasjóður sem hann gæti alltaf gengið á. Skuldir franska ríkisins voru metnar á í kringum 1500 milljón Livre, en til að fjármagna greiðsluna gaf félagið líkt og áður, út hlutabréf. Að þessu sinni á þremur mismunandi tímum, 12. september, 28. september og 2. október 1719. Í hvert skipti voru gefnir út 100.000 hlutir að nafnvirði 5.000 livre per hlut, sem mátti greiða í 10 jöfnum mánaðarlegum greiðslum.[3] Eftir umtalsverðar fjárfestingar Laws, hækkaði hlutabréfaverð á Mississipi félaginu, úr 500 Livre árið 1718, í 10.000 Livre í lok árs 1720.[6]

Fall Mississippi félagsins breyta

Fjáfestingaáætlanir Law mynduðu miklar væntingar hjá fjárfestum. Hlutabréfaæði, sem var knúið áfram af óhóflegri peningaprentun, greip um sig í París. Þegar ábatinn af viðskiptaáætlunum Law lét á sér standa og verðbólga blossaði upp hrundi hlutabréfaverð. Í Maí stóð það í 4.000 Livre, sem var 73% lækkun á einu ári. Tilraunir Law til að stöðva gengishrunið voru árangurslausar.

Hann flúði frá París til Brussel í desember 1720. Umtalsverð auðæfi Law, bæði hallir og peningalegar eignir, voru gerðar upptækar til greiðslu skulda. Skuldir Mississippi félagsins og bankans voru yfirteknar af ríkinu, sem hækkaði skatta til að greiða þær niður.[7]

Law eyddi næstu árum við lítil efni á ferðalögum um Evrópu þar sem hann hafði ofan af fyrir sér með fjárhættuspili. Hann lést í Feneyjum árið 1729, þá sárafátækur.

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 „John Law (economist)“, Wikipedia (enska), 24. júní 2021, sótt 3. september 2021
  2. „Economist John Law - Biography, Theories and Books“. Famous Economists (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 3. september 2021. Sótt 3. september 2021.
  3. 3,0 3,1 3,2 Peter M. Garber. Famous First Bubbles. American Economic Association.
  4. Murphy, Antoin E. (1993-09). „John Law and Richard Cantillon on the circular flow of income“. The European Journal of the History of Economic Thought. 1 (1): 47–62. doi:10.1080/10427719300000062. ISSN 0967-2567.
  5. „John Law and the Mississippi Bubble: 1718-1720 | Mississippi History Now“. www.mshistorynow.mdah.ms.gov. Sótt 3. september 2021.
  6. Niall Ferguson. The Cash Nexus. Basic Books.
  7. „Mississippi Bubble | French history“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 3. september 2021.