Mógúlveldið
Mógúlveldið (persneska: سلطنت مغولی هند, Solṭanat Moġuli Hend; úrdú: مغلیہ سلطنت, Muġalīh Sulṭanat; eigið nafn: گوركانى, Gurkâni) var keisaradæmi í Suður-Asíu sem stóð frá 16. öld fram að miðri 19. öld. Á hátindi sínum, um aldamótin 1700, náði það yfir nær allan Indlandsskaga og hluta þess sem í dag er Afganistan. Blómaskeið Mógúlveldisins er venjulega talið ná frá því þegar Akbar mikli komst til valda 1556 þar til Aurangzeb lést árið 1707. Nafnið er dregið af persneska orðinu yfir mongóla.
Stofnandi veldisins var Babúr sem náði Kabúl á sitt vald árið 1504. Hann var afkomandi bæði Djengis Khan og Tímúrs og hann og menn hans aðhylltust íslam og höfðu tekið upp persneska siði og menningu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Mógúlveldinu.