1928
ár
(Endurbeint frá Júní 1928)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1928 (MCMXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 8. janúar - Knattspyrnufélag Akureyrar var stofnað.
- 14. janúar - Skeljungur, Shell á Íslandi, stofnað.
- 21. janúar - Íþróttafélag stúdenta stofnað.
- 29. janúar - Slysavarnafélag Íslands stofnað.
- 27. febrúar - 15 fórust þegar togarinn Jón forseti fórst.
- 3. mars - 4 fórust í snjóflóði í Bolungarvík.
- 20. apríl - Mæðrastyrksnefnd stofnuð.
- 7. maí - Lög samþykkt á Alþingi um að stofnaður skyldi þjóðgarður á Þingvöllum.
- 29. júní - Kvennablaðið Brautin hóf göngu sína.
- 26. ágúst - Hríseyjarkirkja var vígð.
- 1. nóvember - Héraðsskólinn á Laugarvatni hóf starfsemi.
- 11. nóvember - Iðnskólinn í Hafnarfirði stofnaður.
- 6. september - Bandalag íslenskra listamanna var stofnað.
- Desember - H.f. Útvarp, fyrsta íslenska útvarpsstöðin var með síðustu útsendingar.
Ódagsett
- Ingimarsskólinn og Gagnfræðaskóli Reykvíkinga voru stofnaðir.
- Orator félag laganema var stofnað.
- Menningarsjóður var stofnaður til styrktar listamönnum og bókaútgáfu.
- Hið íslenska fornritafélag var stofnað.
- Hvítárbrú við Ferjukot vígð.
- Dauðarefsing var afnumin í lögum á Íslandi.
- Áfengisauglýsingar voru bannaðar.
Fædd
- 11. apríl - Gerður Helgadóttir, myndhöggvari (d. 1975).
- 20. maí - Sigfús Daðason, ljóðskáld (d. 1996).
- 22. júní - Steingrímur Hermannsson, verkfræðingur og stjórnmálamaður (d. 2010).
- 11. október - Jón Ásgeirsson, tónskáld.
- 8. nóvember - Haukur Clausen, frjálsíþróttakappi og tannlæknir (d. 2003), og Örn Clausen, frjálsíþróttakappi og lögfræðingur (d. 2008).
- 30. desember: Stefán Aðalsteinsson, doktor í búfjárfræðum (d. 2009)
Dáin
- 26. september - Gísli Guðmundsson, íslenskur gerlafræðingur og frumkvöðull (f. 1884).
Erlendis
breyta- 17. janúar - Lev Trotskíj fór í útlegð.
- 11. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1928 hófust í Sviss.
- 22. mars - Bræðralag múslima var stofna í Kairó.
- 12. apríl - Sprengjutilræði við Benito Mussolini olli 17 dauðsföllum. Mussolini slapp.
- 9. júní - Fyrsta Kyrrahafsflugið milli Bandaríkjanna og Ástralíu er farið.
- 20. júní - spænska knattspyrnufélagið Real Valladolid stofnað.
- 28. júlí - Sumarólympíuleikarnir 1928 hófust.
- 2. ágúst - Ítalía og Eþíópía skrifuðu undir friðarsamning.
- 1. september - Zog Albaníukonungur lýsti yfir konungsbundnu þingræði í Albaníu.
- 12. september - 16. september - Okeechobee-fellibylurinn fór yfir Gvadelúpeyjar og Flórída með eim afleiðingum að um 4.000 létust.
- 28. september - Alexander Fleming uppgötvaði sýklalyfið penisillín.
- 12. október - Járnlunga var notað í fyrsta skipti á sjúkrahúsi í Boston.
- 1. nóvember - Tyrkland skipti úr arabísku stafrófi yfir í latneskt stafróf.
- 6. nóvember - Herbert Hoover vann bandarísku forsetakosningarnar.
- 18. nóvember - Fyrsta hljóðmyndin af Mikka Mús kom út.
Fædd
- 5. janúar - Zulfikar Ali Bhutto, forsætisráðherra Pakistan (d. 1979).
- 27. febrúar - Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels (d. 2014)
- 4. maí - Hosni Mubarak, forseti Egyptalands (d. 2020)
- 12. maí - Burt Bacharach, bandarískur lagasmiður. (d. 2023)
- 13. júní - John Forbes Nash, bandarískur stærðfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi. (d. 2015)
- 14. júní - Che Guevara, byltingarmaður og einn af hershöfðingjum Fidel Castro (d. 1967).
- 24. júní - Yvan Delporte, belgískur myndasöguhöfundur (d. 2007)
- 26. júlí - Stanley Kubrick, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (d. 1999).
- 26. júlí - Francesco Cossiga, forseti Ítalíu (d. 2010)
- 4. ágúst - Flóra Kádár, ungversk leikkona (d. 2002).
- 10. nóvember - Ennio Morricone, ítalskt tónskáld (d. 2020)
- 7. desember - Noam Chomsky, bandarískur málvísindamaður og rithöfundur.
- 8. desember - Ulric Neisser, bandarískur sálfræðingur (d. 2012)
Dáin
- 4. febrúar - Hendrik Antoon Lorentz, hollenskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1853).
- 18. júní - Roald Amundsen, norskur landkönnuður (f. 1872).
- Eðlisfræði - Owen Willans Richardson
- Efnafræði - Adolf Otto Reinhold Windaus
- Læknisfræði - Charles Jules Henri Nicolle
- Bókmenntir - Sigrid Undset
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið