Skeljungur (áður Shell á Íslandi) var stofnað þann 14. janúar árið 1928[1] sem íslenskt olíufélag í sameiginlegri eigu Íslendinga og Hollendinga.

Skeljungur hf.
Rekstrarform Almenningshlutafélag
Slagorð Traustur félagi
Stofnað 14. janúar 1928
Staðsetning Borgartún 26 Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Jón Ásgeir Jóhannesson, formaður
Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri
Starfsemi Olíusala
Tekjur 41,2 milljarðar króna (2020)
Starfsfólk 408
Vefsíða www.skeljungur.is

Björgúlfur Ólafsson, læknir og stofnandi ÍBV í Vestmannaeyjum, hafði starfað sem herlæknir fyrir hollenska herinn í Suðaustur-asíu. Hann sneri aftur til Íslands árið 1926 og stofnaði Shell á Íslandi í slagtogi við hollenska olíufélagið Shell ásamt stórkaupmönnunum Gísla J. Johnsen, Hallgrími Benedikssyni og Hallgrími Tulinius sem og Magnúsi Guðmundssyni þáverandi þingmanni Íhaldsflokksins.[2]

Skeljungur er skráður í Kauphöll Íslands sem SKEL. Félagið selur eldsneyti í lausasölu á rúmlega 60 bensínstöðvum undir vörumerki Orkunnar. Einnig selur fyrirtækið olíu og bensín til fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka.

Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Vörur og þjónusta fyrirtækisins eru seld undir vörumerkjunum Skeljungur, Orkan, Shell á Íslandi og Sprettur – áburður. Samkeppniseftirlitið mat markaðshlutdeild Skeljungs á bilinu 30-35% árið 2008.[3]

Skeljungur var árið 2004 dæmt til að greiða 1,1 milljarð í sekt vegna ólöglegs verðsamráðs við önnur olíufélög en sektin var lækkuð í 450 milljónir eftir áfrýjun.

Tilvísanir

breyta

Tengill

breyta