Íþróttafélag stúdenta

Íþróttafélag stúdenta, skammstafað ÍS, er íslenskt íþróttafélag sem stofnað var af stúdentum við Háskóla Íslands, 21. janúar árið 1928. Félagið hefur í gegnum tíðina látið til sín taka í ýmsum íþróttagreinum, svo sem körfuknattleik og blaki.

Eftir að félagið var stofnað hóf það almennar leikfimisæfingar og glímuæfingar fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Fyrsti formaður félagsins var Þorgrímur V. Sigurðsson. Kraftur var í starfinu fyrstu misserin og sendi félagið til dæmis glímumenn til sýninga á alþjóðlegu íþróttamóti stúdenta í Þýskalandi árið 1929.

Á fjórða áratugnum stóð félagið fyrir reglulegum knattspyrnukappleikjum við nemendur Menntaskólans í Reykjavík og árið 1940 tók ÍS þátt í fyrsta Íslandsmótinu í handknattleik. Á þessum árum var nafn félagsins þó nokkuð á reiki og það oft kallað Íþróttafélag Háskólans eða álíka nöfnum.

Um 1940 virtist framtíð félagsins björt. Alexander Jóhannesson Háskólarektor var mikill áhugamaður um að auka vægi íþrótta innan skólans, að fyrirmynd. Rætt var um að gera íþróttir að skyldunámsgrein og að skólinn myndi hlúa að afreksíþróttamönnum líkt og tíðkaðist í bandarískum háskólum. Unnar voru teikningar að íþróttahúsi fyrir skólann sem hefði orðið það langstærsta á landinu, auk sundlaugar. Að lokum varð þó úr að reisa mun minna íþróttahús á skólalóðinni og íþróttir komust aldrei á námsskránna.[1]

ÍS var um árabil í hópi öflugari körfuknattleiksliða landsins í karla- og kvennaflokki og varð liðið til að mynda Íslandsmeistari karla veturinn 1958-59 og bikarmeistari 1977-78. Félagið státar jafnframt af fjölda meistaratitla í blaki. Á seinni árum hefur dregið úr starfseminni og sendir ÍS ekki lengur kapplið til keppni í meistaraflokki á Íslandsmótum.

Titlar

breyta

Körfuknattleikur

breyta

Karlaflokkur

breyta
  • Íslandsmeistarar: 1
    • 1959
  • Bikarmeistarar: 1
    • 1978
  • 1. deild karla: 4
    • 1966, 1968, 1971, 1984

Kvennaflokkur

breyta
  • Íslandsmeistarar: 3
    • 1978, 1984, 1991
  • Bikarmeistarar: 7
    • 1978, 1980, 1981, 1985, 1991, 2003, 2006
  • Meistarakeppni KKÍ: 1
    • 1998

Karlaflokkur

breyta
  • Íslandsmeistarar: 10
    • 1970, 1971, 1975, 1976, 1978, 1988, 1992, 2000, 2001 og 2002
  • Bikarmeistarar: 10
    • 1975, 1976, 1979, 1984, 1987, 1989, 1999, 2000, 2001 og 2002

Kvennaflokkur

breyta
  • Íslandsmeistarar: 8
    • 1982, 1985, 1986, 1990, 1992, 1994, 1997 og 1999
  • Bikarmeistarar: 12
    • 1979, 1980, 1981, 1982, 1985, 1986, 1992, 1994, 1996, 1997, 1998 og 1999

Tilvísanir

breyta
  1. „Stúdentablaðið 17. júní 1945“.