Bandalag íslenskra listamanna
Bandalag íslenskra listamanna er bandalag fjórtán aðildarfélaga listamanna á Íslandi. Forseti bandalagsins er Erling Jóhannesson, leikari. Bandalagið var stofnað af rithöfundum, tónskáldum og myndlistarmönnum á Hótel Heklu 6. september 1928. Hlutverk þess er að hafa áhrif á stefnumótun í menningarmálum og vera jafnframt hagsmunasamtök listamanna.
Aðildarfélög BÍL eru:
- Arkitektafélag Íslands
- Félag íslenskra hljómlistarmanna
- Félag íslenskra leikara
- Félag íslenskra listdansara
- Félag íslenskra tónlistarmanna
- Félag kvikmyndagerðarmanna
- Félag leikmynda- og búningahöfunda
- Félag leikstjóra á Íslandi
- Félag tónskálda og textahöfunda
- Leikskáldafélag Íslands
- Rithöfundasamband Íslands
- Samband íslenskra myndlistarmanna
- Samtök kvikmyndaleikstjóra
- Tónskáldafélag Íslands