Stefán Aðalsteinsson

Stefán Aðalsteinsson (fæddur 30. desember 1928 á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, látinn 5. nóvember 2009) var íslenskur rithöfundur og doktor í búfjárfræðum. Hann var við nám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann að Ási og kláraði cand. agric.-próf þaðan árið 1955. Á árunum 1966 til 1968 var hann við Háskólanum í Edinborg og skrifaði þar doktorsritgerð sína um erfðir á sauðalitum og hlaut doktorsnafnbótina árið 1969. Frá 1991 til 1996 var Stefán framkvæmdastjóri norræna búfjárgenabankans. Stefán hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2003 fyrir framlag sitt til búvísinda og erfðafræði.

Íslenska landnámshænan breyta

Auk þess að rannsaka litaerfðir sauðfjár, safnaði Stefán saman íslenskum hænsnum og bjargaði þeim trúlega frá því að deyja út.

Heimild breyta

  • Stefán Aðalsteinsson. 2001. Íslenski hesturinn - litir og erfðir. Ormstunga, Reykjavík.