Alexandersflugvöllur
Alexandersflugvöllur eða Sauðárkróksflugvöllur er flugvöllur við botn Skagafjarðar, á Borgarsandi austan við Sjávarborg. Flugbrautin er rúmlega 2000 metra löng.
Sauðárkróks flugvöllur | |||
---|---|---|---|
IATA: SAK – ICAO: BIKR
| |||
Yfirlit | |||
Gerð flugvallar | Almenningsvöllur | ||
Rekstraraðili | Isavia | ||
Þjónar | Sauðárkrókur, Íslandi | ||
Hæð yfir sjávarmáli | 8 fet / 2 m | ||
Hnit | 65°43′54″N 019°34′22″V / 65.73167°N 19.57278°V | ||
Flugbrautir | |||
Stefna | Lengd | Yfirborð | |
m | fet | ||
01/19 | 1,887 | 6,191 | Malbik |
Heimild: Flugmálastjórn Íslands[1] |
Upphaflega var flugvöllur lagður á Borgarsandi 1949. Nýr völlur var svo gerður á 8. áratug aldarinnar og tekinn í notkun 23. október 1976. Árið 1988 var efnt til flughátíðar á Sauðárkróki og hlaut völlurinn þá nafnið Alexandersflugvöllur til heiðurs Alexander Jóhannessyni háskólarektor og frumkvöðuls í flugmálum, en hann var alinn upp á Sauðárkróki og var farþegi í fyrstu flugvél sem lenti þar, en það var þegar sjóflugvélin Súlan lenti fyrir framan Villa Nova á Sauðárkróki sumarið 1928. Fyrsta landflugvélin lenti á Borgarsandi 1938 og var það Agnar Kofoed-Hansen sem flaug henni.