Skyfall
Skyfall er tuttugasta og þriðja mynd í James Bond-röðinni sem framleidd var af MGM og Sony Pictures Entertainment. Hún kom út árið 2012 og var þriðja myndin þar sem Daniel Craig lék aðalpersónunni James Bond. Javier Bardem lék varmenninu Raoul Silva. Myndinni var leikstýrt af Sam Mendes en handritið var skrifað af Neal Purvis, Robert Wade og John Logan.
Skyfall | |
---|---|
Leikstjóri | Sam Mendes |
Handritshöfundur | Neal Purvis Robert Wade John Logan |
Framleiðandi | Michael G. Wilson Barbara Broccoli |
Leikarar | Daniel Craig Judi Dench Javier Bardem Ralph Fiennes Naomie Harris Bérénice Lim Marlohe Albert Finney |
Dreifiaðili | MGM Sony Pictures Entertainment |
Frumsýning | 23. október 2000 9. nóvember 2012 |
Lengd | 143 mín. |
Tungumál | enska |
Ráðstöfunarfé | $150−200 milljónir |
Í myndinni rannsakar James Bond árás á Bresku leyniþjónustuna (MI6). Það kemur í ljós að árásin hafi verið árás á formann leyniþjónustunnar, M, framin af fyrrverandi starfsmanni Raoul Silva. Í Skyfall snúa tvær persónur aftur sem voru ekki í síðustu tveimur myndunum: Q, leikin af Ben Whishaw, og Miss Moneypenny, leikin af Naomie Harris. Skyfall er líka síðasta myndin þar sem Judi Dench leikur M, en hún hefur leikið persónunni í síðustu sex James Bond-myndunum. Gareth Mallory, leikinn af Ralph Fiennes, tekur við af henni í lok myndarinnar.
Sam Mendes var boðið að leikstýra myndinni eftir að Quantum of Solace kom út árið 2008. Gerð kvikmyndarinnar var frestað meðan á MGM var í fjármálavandræðum en ekki var byrjað aftur á henni fyrir desember 2010. Á þessum tíma var Mendes aðeins verkefnisráðgjafi. Upprunalegi handritshöfundurinn Peter Morgan hætti í að vinna að myndinni þegar gerð kvikmyndarinnar var frestað. Þegar byrjað var aftur á að gera kvikmyndina héldu þeir Purvis, Wade og Logan áfram að skrifa lokaútgáfu handritsins, og þeir felldu hugmyndir Morgans inn í handritið. Upptaka á myndinni hófst í nóvember 2011 og átti sér stað aðallega á Bretlandi, í Kína og í Tyrklandi.
Skyfall var frumsýnd 23. október 2012 og kom út á Bretlandi þann 26. október og í Bandaríkjunum þann 9. nóvember. Myndin er fyrsta James Bond-myndin sem hefur verið sýnd í IMAX-bíóum en hún var ekki tekin upp með IMAX-myndavélum. Útgáfa Skyfall var á sama tíma og 50 ára afmæli James Bond-myndanna. Fyrsta myndin var Dr. No sem kom út árið 1962. Skyfall var vel móttekin og fékk jákvæða gagnrýni.