Jesúítareglan

(Endurbeint frá Jesúítar)

Jesúítareglan (latína: Societas Iesu, S.J., SJ, eða SI) er kaþólsk munkaregla sem baskneski riddarinn Ignatius Loyola stofnaði ásamt fleirum árið 1534 og fékk hún stofnbréf sitt frá Páli 3. páfa 27. september 1540. Reglan lék stórt hlutverk í gagnsiðbótinni og í trúboði í nýlendum Spánverja, Portúgala og Frakka í Ameríku og í Asíu á 16. 17. og 18. öld.

Merki jesúítareglunnar

Fyrsta áhersla Jesúítana var að snúa múslimum til kaþólskrar trúar þegar kaþólsku kirkjunni stóð ógn af vaxandi útbreyðslu Íslam við miðjarðarhaf. Fljótlega eftir stofnsetningu reglunar fór þó áhersla þeirra á að berjast gegn útbreyðslu mótmælendatrúar (gagnsiðbótin). Gagnsiðbótin á 16. og 17. öld var að stærstum hluta framkvæmd af Jesúítum. Með áheitum sínum um algjöra hlýðni við páfann og stranga trúalega herþjálfun þá urðu Jesúítarnir nokkurskonar "stormsveit" kaþólsku kirkjunar og þeir fóru fyrir herjum sem endurheimtu stór landsvæði sem rómversk-kaþólska kirkjuveldið hafi misst úr greipum sér. Ásamt hernaði snérist starf þeirra um kennslu að kaþólskum sið og trúboð á nýjum svæðum. Um 1556 voru orðnir Jesúítar í Japan, Brasilíu, Eþíópíu og flestum löndum Evrópu. Flestum landkönnuðum þessa tíma fylgdu ávalt Jesúítaprestar sem lögðu mikið kapp á að boða kaþólska trú innan allra nýrra mannhópa sem fundust og standsetja kaþólskar kirkjur á öllum nýjum landsvæðum.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.