Jón Benjamínsson (1774 - 21. júlí 1843) var fyrsti íslenski lögregluþjónninn. Þegar bæjarfógeti var fyrst ráðinn í Reykjavík árið 1803 varð hann jafnframt lögreglustjóri og fékk sér til aðstoðar tvo danska lögregluþjóna, áður undirforingja úr danska hernum. Þeir hétu Ole Biörn og Vilhelm Nolte. Nolte var þó vikið úr starfi vegna drykkjuskapar ári síðar og annar Dani fenginn í hans stað. Dönsku lögreglumennirnir voru yfirleitt jafnframt iðnaðarmenn því launin sem þeir fengu fyrir löggæsluna dugðu þeim ekki til framfærslu.

Það var ekki fyrr en 1814 sem Jón tók við öðru lögregluþjónsstarfinu, fyrstur Íslendinga, og gegndi því í eitt ár. Ekki var aftur ráðinn íslenskur lögregluþjónn fyrr en 1826. Það var Magnús Jónsson og starfaði hann til 1839. Síðasti danski lögreglumaðurinn í Reykjavík lét af störfum árið 1859.

Heimildir breyta

  • „„Með lögum skal land byggja." Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 14. febrúar 2012“.