Marshall McLuhan
Herbert Marshall McLuhan (21. júlí 1911 – 31. desember 1980) var kanadískur bókmenntafræðingur og fjölmiðlafræðingur sem er þekktastur fyrir setninguna „miðillinn er skilaboðin“ og hugtakið „heimsþorpið“. Lengst af starfaði hann við Toronto-háskóla þar sem hann var forstöðumaður menningar- og tæknistofnunar háskólans sem var stofnuð sérstaklega fyrir hann árið 1963. Þekktustu verk hans eru The Mechanical Bride frá 1951, The Gutenberg Galaxy frá 1961 og Understanding Media frá 1964.