Alþingiskosningar 2003
Alþingiskosningarnar 2003 fóru fram þann 10. maí. Í fyrsta skipti var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan. Á kjörskrá voru 211.304 en kosningaþátttaka var 87,7%.
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
63 sæti á Alþingi 32 sæti þarf fyrir meirihluta | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Kjörsókn: 87,7% 3,6% | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
|
Fyrir kosningarnar höfðu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur starfað saman í ríkisstjórn í átta ár undir forystu Davíðs Oddssonar. Á þeim tíma hafði verið nokkur hagvöxtur á Íslandi, ríkisfyrirtæki höfðu verið einkavædd og ákvarðanir teknar um mikla uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Í kosningabaráttunni lagði Sjálfstæðisflokkurinn mikla áherslu á skattalækkanir en Framsóknarflokkurinn lofaði aðgerðum í húsnæðismálum. Framsóknarmenn lögðu að auki áherslu á að flokkurinn ætti helst að leiða ríkisstjórn ef hann tæki þátt í stjórnarsamstarfi eftir kosningar til að koma málum sínum betur á framfæri. Samfylkingin stillti sér upp í kosningabaráttunni sem höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins sem ætti að leiða næstu ríkisstjórn og tefldi fram Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra í Reykjavík, sem forsætisráðherraefni flokksins þó að hún væri ekki formaður. Ingibjörg skipaði fimmta sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.[1]
Stjórnarflokkarnir héldu þingmeirihluta sínum þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fjórum sætum. Samfylkingin bætti við sig þremur sætum en fylgið dugði ekki til þess að Ingibjörg Sólrún næði kjöri. Frjálslyndi flokkurinn bætti við tveimur þingmönnum, Vinstri-grænir töpuðu einum manni og Framsóknarflokkurinn stóð í stað.
Stjórnarsamstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hélt áfram eftir kosningarnar og fóru flokkarnir áfram með öll sömu ráðuneyti og áður með litlum mannabreytingum fyrst um sinn en formenn flokkanna gerðu þó með sér samkomulag um að 15. september 2004 myndi Halldór Ásgrímsson taka við embætti forsætisráðherra en Davíð Oddsson færi þá í annað ráðherraembætti.[2] Þegar kom að umsaminni dagsetningu skiptu þeir Davíð og Halldór á stólum þannig að Halldór varð forsætisráðherra en Davíð utanríkisráðherra. Hvorugur þeirra átti þó eftir að klára kjörtímabílið í þeim embættum heldur hættu þeir báðir þátttöku í stjórnmálum. Við tók fyrsta ráðuneyti Geirs Haarde sem starfaði fram að alþingiskosningunum 2007.
Úrslit
breytaFlokkur | Atkvæði | % | Fulltrúar | +/– | |
---|---|---|---|---|---|
Sjálfstæðisflokkurinn (D) | 61.701 | 33,68 | 22 | -4 | |
Samfylkingin (S) | 56.700 | 30,95 | 20 | +3 | |
Framsóknarflokkurinn (B) | 32.484 | 17,73 | 12 | – | |
Vinstri græn (U) | 16.129 | 8,81 | 5 | -1 | |
Frjálslyndi flokkurinn (F) | 13.523 | 7,38 | 4 | +2 | |
Nýtt afl (N) | 1.791 | 0,98 | 0 | – | |
Framboð óháðra í suðurkjördæmi (T) | 844 | 0,46 | 0 | – | |
Samtals | 183.172 | 100,00 | 63 | – | |
Gild atkvæði | 183.172 | 98,80 | |||
Ógild atkvæði | 347 | 0,19 | |||
Auð atkvæði | 1.873 | 1,01 | |||
Heildarfjöldi atkvæða | 185.392 | 100,00 | |||
Kjósendur á kjörskrá | 211.304 | 87,74 | |||
Heimild: Hagstofa Íslands |
Úrslit í einstökum kjördæmum
breyta
|
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
Fyrir: Alþingiskosningar 1999 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 2007 |
- Kjördæmabreytingar 2003
- 1. Norðurlandskjördæmi vestra, Vestfjarðakjördæmi og Vesturlandskjördæmi sameinuð að undanskildum Siglufirði. Þingmönnum fækkað úr 15 í 10.
- 2. Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi sameinuð að undanskilinni Höfn í Hornafirði og að viðbættum Siglufirði. Þingmönnum fækkað úr 11 í 10.
- 3. Suðurlandskjördæmi sameinað Reykjanesi og Höfn í Hornafirði. Þingmannafjöldinn 10.
- 4. Höfuðborgarsvæðishluti Reykjaneskjördæmis gerður að sér kjördæmi. Þingmannafjöldinn 11.
- 5. Reykjavíkurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi. Þingmönnum fjölgað úr 19 í 22.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Ekki mitt hlutverk að framlengja veru Davíðs“. DV. 13.01.2003. bls. 4. Sótt 18.06.2024.
- ↑ „Halldór vildi forsæti og fær“. Fréttablaðið. 22.05.2003. bls. 1. Sótt 18.06.2024.