Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (fædd 14. september 1996 á Akranesi) er íslensk stjórnmálakona sem að var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi frá 2021 til 2024. Hún náði fyrst kjöri í alþingiskosningunum 2021 og var yngsti þingmaðurinn sem kjörinn var í þeim kosningum. Lilja hafði áður verið varaþingmaður Framsóknarflokks 2018 og 2019. Hún datt út af þingi í alþingiskosningunum 2024.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS) | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fædd | 14. september 1996 Akranes | ||||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknaflokkurinn | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Lilja er dóttir Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar sem er fyrrum formaður Bændasamtaka Íslands og varaþingmaður Framsóknarflokksins 2010-2012.