Elsa Lára Arnardóttir
Elsa Lára Arnardóttir (f. 30. desember 1975) er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Hún sat á Alþingi fyrir Norðvesturkjördæmi frá 2016-2017. Elsa er gift Rúnari Geir Þorsteinssyni rafiðnfræðingi og eiga þau tvö börn.
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) | |
Elsa Lára Arnardóttir | |
Fæðingardagur: | 30. desember 1975 |
---|---|
6. þingmaður Norðvesturkjördæmis | |
Flokkur: | Framsóknarflokkurinn |
Nefndir: | Allsherjar- og menntamálanefnd 2013-2015
Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd 2015-2016 Efnahags- og viðskiptanefnd 2016-2017 Veflerðarnefnd 2015-2016, 2017- |
Þingsetutímabil | |
2013-2017 | í Norðvest. fyrir Framsfl. ✽ |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2013-2016 | Formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2013-2016 |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Elsa Lára lauk stúdentsprófi frá FVA og er með B.Ed.- grunnskólakennarapróf KHÍ 2005. Hún hefur starfað við fiskvinnslu, verið ritari og leiðbeinandi í grunnskóla, fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins, grunnskólakennari við Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.
Hún var varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Akraness, sat í fulltrúaráði Heimilis og skóla, í stjórn Akranesstofu, varamaður í fjölskyldu- og bæjarráði Akraness og sat í forystu fyrir foreldrahóp foreldra einhverfra barna á Akranesi og nágrenni.
Elsa Lára hefur setið í allsherjar- og menntamálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og verið formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún sat einnig í efnahags- og viðskiptanefnd 2016-2017.