Jóhanna María Sigmundsdóttir (f. 28. júní1991) er bóndi og fyrrum alþingiþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn. Hún varð yngsti einstaklingur Íslandssögunnar til að ná kjöri á þing í þingkosningunum árið 2013, þá 21 árs að aldri. Jóhanna gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum árið 2016[1] Eftir þingsetu hefur hún meðal annars starfað fyrir Landssamband kúabænda og Dalabyggð.