Vestfjarðakjördæmi
Vestfjarðakjördæmi var myndað árið 1959 úr fjórum sýslum Vestfjarða: Barðastrandasýslu, Strandasýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu og Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1959 til 2003. Í þrennum þingkosningum, 1963, 1967 og 1971 hlaut Framsóknarflokkurinn flest atkvæði á Vestfjörðum, og þar af leiðandi fyrsta þingmann Vestfjarða. Í öll önnur skipti státaði Sjálfstæðisflokkurinn sig af fyrsta þingmanni Vestfjarða.
Við breytingu á kjördæmaskipan árið 1999 varð Vestfjarðakjördæmi hluti af Norðvesturkjördæmi ásamt Vesturlandskjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra utan Siglufjörður sem varð hluti af Norðausturkjördæmi
Ráðherrar af Vestfjörðum
breytaHannibal Valdimarsson, Matthías Bjarnason, Steingrímur Hermannsson og Sighvatur Björgvinsson voru einnig ráðherrar hluta þess tíma sem þeir sátu á þingi fyrir kjördæmið.
Þingmenn Vestfjarðakjördæmis
breyta(*) Í Alþingiskosningunum 1991 endaði "Flakkarinn" á Vestfjörðum