Pollapönk
Pollapönk er íslensk hljómsveit sem stofnuð var árið 2006 og hefur sent frá sér þrjár plötur. Fyrsti geisladiskurinn hét í höfuð hljómsveitarinnar, Pollapönk, og var útskriftarverkefni hafnfirsku leikskólakennaranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haralds F. Gíslasonar frá Kennaraháskóla Íslands.
Pollapönk | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Hafnarfjörður, Íslandi |
Ár | 2006–í dag |
Stefnur | Pönk |
Meðlimir |
|
Stuttu síðar gengu Arnar Gíslason, sem er líka Hafnfirðingur, og Norðfirðingurinn Guðni Finnsson til liðs við sveitina, en þeir eru báðir einnig í hljómsveitunum Dr. Spock og Ensími. Heiðar og Haraldur eru líka í hljómsveitinni Botnleðju og hluti af Hafnarfjarðarmafíunni, Stuðningsveit Fimleikafélags Hafnarfjarðar.
Lagið „Enga fordóma“ sigraði í keppninni um framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 sem haldin var í Danmörku. Lagið er eftir Harald og Heiðar og er hluti textans þýddur yfir á ensku af John Grant.
Heimildir
breyta- Grein á RUV um þátttöku þeirra í Eurovision er: [1] Geymt 18 maí 2014 í Wayback Machine
- Facebook síðan þeirra er: [2]
- Þeir eru hluti af inspiredbyiceland auglýsingaátakinu [3] Geymt 22 febrúar 2014 í Wayback Machine