Söngvakeppni sjónvarpsins 2013

(Endurbeint frá Söngvakeppnin 2013)

Söngvakeppni sjóvarpsins 2013 fór fram frá 25. janúar og 2. febrúar 2013 og ákvað hver mun keppa fyrir hönd Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2013.

SniðBreyta

RÚV tilkynnti í nóvember 2012 að nýtt snið yrði á Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2013 og að tólf lög yrðu valin til að keppa í undankeppnunum tveimur 25. og 26. janúar og að þrjú lög yrðu valin til að komast áfram í aðalkeppnina. Aðalkeppnin mun svo eiga sér stað þann 2. febrúar í Hörpunni. Dómnefnd fær síðan að hleypa einu lagi í aðalkeppnina. Frá aðalkeppninni munu tvö stigahæstu lögin halda áfram og heyja einvígi í lokakeppninni.[1][2][3]

Fyrri undankeppninBreyta

Fyrri undankeppnin – 25. janúar 2013
Röð Flytjandi Lag Textahöfundur (t) / Lagahöfundur (l) Niðurtaða
1 Yohanna "Þú" Davíð Sigurgeirsson (m/l) Úr leik
2 Magni Ásgeirsson "Ekki líta undan" Sveinn Rúnar Sigurðsson (l), Ingibjörg Gunnarsdóttir (t) Wildcard
3 Svavar Knútur Kristinsson & Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm "Lífið snýst" Hallgrímur Óskarsson (t/l), Svavar Knútur Kristinsson (t) Áfram
4 Edda Viðarsdóttir "Sá sem lætur hjartað ráða Ffr" Þórir Úlfarsson (l), Kristján Hreinsson (t) Úr leik
5 Eyþór Ingi Gunnlaugsson "Ég á líf" Örlygur Smári (l), Pétur Örn Guðmundsson (t) Áfram
6 Birgitta Haukdal "Meðal andanna" Birgitta Haukdal (t/l), Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir (t/l),
Jonas Gladnikoff (l), Michael James Down (t), Primoz Poglajen (t)
Áfram

Seinni undankeppninBreyta

Seinni undankeppnin – 26. janúar 2013
Röð Flytjandi Lag Textahöfundur (t) / Lagahöfundur (l) Niðurstaða
1 Klara Ósk Elíasdóttir "Skuggamynd" Hallgrímur Óskarsson (l), Ashley Hicklin (l), Bragi Valdimar Skúlason (t) Úr leik
2 Jógvan Hansen & Stefanía Svavarsdóttir "Til þín" Sveinn Rúnar Sigurðsson (t/l), Ágúst Ibsen (t) Áfram
3 Sylvía Erla Scheving "Stund með þér" María Björk Sverrisdóttir (t/l) Úr leik
4 Haraldur Reynisson "Vinátta" Haraldur Reynisson (t/l) Úrslit
5 Unnur Eggertsdóttir "Ég syng!" Elíza Newman (t/l), Gísli Kristjánsson (t/l), Ken Rose (l), Hulda G. Geirsdóttir (t) Úrslit
6 Erna Hrönn Ólafsdóttir "Augnablik" Sveinn Rúnar Sigurðsson (l), Ingibjörg Gunnarsdóttir (t) Úr leik

ÚrslitBreyta

Úrslit – 2. febrúar 2013
Röð Flytjandi Lag Textahöfundur (t) / Lagahöfundur (l) Niðurstaða
1 Magni Ásgeirsson "Ekki líta undan" Sveinn Rúnar Sigurðsson (l), Ingibjörg Gunnarsdóttir (t) Úr leik
2 Svavar Knútur Kristinsson & Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm "Lífið snýst" Hallgrímur Óskarsson (t/l), Svavar Knútur Kristinsson (t) Úr leik
3 Eyþór Ingi Gunnlaugsson "Ég á líf" Örlygur Smári (l), Pétur Örn Guðmundsson (t) Einvígi
4 Birgitta Haukdal "Meðal andanna" Birgitta Haukdal (t/l), Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir (t/l),
Jonas Gladnikoff (l), Michael James Down (t), Primoz Poglajen (t)
Úr leik
5 Jógvan Hansen & Stefanía Svavarsdóttir "Til þín" Sveinn Rúnar Sigurðsson (t/l), Ágúst Ibsen (t) Úr leik
6 Haraldur Reynisson "Vinátta" Haraldur Reynisson (t/l) Úr leik
7 Unnur Eggertsdóttir "Ég syng!" Elíza Newman (t/l), Gísli Kristjánsson (t/l), Ken Rose (l), Hulda G. Geirsdóttir (t) Einvígi

EinvígiBreyta

Einvígi – 2. febrúar 2013
Röð Flytjandi Lag Niðurstaða
3 Eyþór Ingi Gunnlaugsson "Ég á líf" 1
7 Unnur Eggertsdóttir "Ég syng!" 2

HeimildirBreyta

  1. (14. janúar 2013), Einvígi verður hád í Söngvakeppninni, RÚV
  2. Juha Repo (12. nóvember 2012), Iceland: Söngvakeppni sjónvarpsins Song Titles Announced, ESCToday
  3. Juha Repo (14. janúar 2013), [1] Iceland introducing duels to national final], ESCToday