Jón Jósep Snæbjörnsson
Jón Jósep Snæbjörnsson (betur þekktur sem Jónsi í svörtum fötum; fæddur 1. júní 1977 á Akureyri) er íslenskur söngvari. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Jón hefur margoft tekið þátt í undankeppni Ríkissjónvarpsins fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og hefur hann tvisvar sinnum tekið þátt fyrir hönd Íslands.