Draumur um Nínu

framlag Íslands til Eurovision 1991

Draumur um Nínu“ (oftast kallað „Nína“) var framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1991. Lagið var flutt af dúettinum Stefán & Eyfi, en hann skipuðu þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson en Eyjólfur samdi bæði lagið og textann. Lagið lenti í 15. sæti af 22 með 26 stig. Það var valið vinsælasta íslenska Eurovision-lag allra tíma í könnun sem tímaritið Monitor stóð fyrir árið 2010.

„Draumur um Nínu“
Lag eftir Stefán & Eyfa
Lengd2:56
LagahöfundurEyjólfur Kristjánsson
TextahöfundurEyjólfur Kristjánsson
Tímaröð í Eurovision
◄ „Eitt lag enn“ (1990)
„Nei eða já“ (1992) ►
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.