Söngvakeppni sjónvarpsins 2010
Söngvakeppni sjónvarpsins 2010 er söngvakeppni haldin á vegum RÚV í því skyni að velja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2010. Keppnin samanstóð af þremur undanúrslitum sem fóru fram 9. janúar, 16. janúar og 23. janúar 2010 og úrslitum sem fóru fram 6. febrúar 2010. Keppnin fór fram í myndveri RÚV. Kynnar voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eva María Jónsdóttir.
Söngvakeppni sjónvarpsins 2010 | |
---|---|
Dagsetningar | |
Undanúrslit 1 | 9. janúar 2010 |
Undanúrslit 2 | 16. janúar 2010 |
Undanúrslit 3 | 23. janúar 2010 |
Úrslit | 6. febrúar 2010 |
Umsjón | |
Vettvangur | Myndver RÚV |
Kynnar | |
Sjónvarpsstöð | RÚV |
Þátttakendur | |
Fjöldi þátttakenda | 15 |
Kosning | |
Sigurvegari | Hera Björk |
Sigurlag | „Je ne sais quoi“ |
Hera Björk sigraði keppnina með laginu „Je ne sais quoi“ og tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision þar sem hún endaði í 19. sæti í úrslitum með 41 stig.[1]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Jónsdóttir, Hallgerður Kolbrún E. (10. maí 2022). „Horfðu á öll framlög Íslands til Eurovision frá upphafi - Vísir“. visir.is. Sótt 25. febrúar 2024.
Þessi tónlistargrein sem tengist sjónvarpi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.