Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1987

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1987 var sú 32. og var haldin 9. maí 1987 í Brussel, Belgíu eftir að Sandra Kim hafði unnið keppnina árið áður. Viktor Lazlo var kynnir kvöldsins og Johnny Logan, keppandi Írlands, bar sigur úr býtum með lagið Hold Me Now. Logan hafði áður unnið keppnina árið 1980 og varð hann fyrsti keppandi til þess að vinna keppnina tvisvar. 22 lönd tóku þátt í kepninni og var það nýtt met, en Mónakó, Malta og Marokkó voru einu löndin sem höfðu áður tekið þátt sem voru ekki með það ár. Mikill ágreiningur varð í Ísrael yfir lagi þeirra það ár, Shir Habatlanim, sem var sungið af grínistum. Menningarráðherra þeirra hótaði að segja af sér ef lagið yrði sungið í Brussel þó ekkert hafi orðið úr því þegar lagið var sent í keppnina. Lagið, sem er betur þekkt sem Hoopa Hoole, varð seinna mjög vinsælt á Íslandi.

Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 1987
Dagsetningar
Úrslit9. maí 1987
Umsjón
StaðurPalais du Centenaire
Brussel, Belgía
KynnarViktor Lazlo
SjónvarpsstöðFáni Belgíu RTBF
Vefsíðaeurovision.tv/event/brussels-1987 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda22
Frumraun landaEngin
Taka ekki þáttEngin
Kosning
KosningakerfiDómnefndir í öllum löndum. 10 hæstu gefin stig í hverju landi, 1. sæti: 12 stig, 2. sæti: 10. stig, 3. sæti: 8 stig, 4. sæti: 7 stig og áfram niður í 1 stig fyrir 10. sætið. Öll stig svo lögð saman og það ríki sem hefur flest stig samtals sigrar.
Núll stig Tyrkland
SigurlagFáni Írlands Írland
Hold Me Now - Johnny Logan
1986 ← Eurovision → 1988
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.