Hrun Sovétríkjanna

(Endurbeint frá Upplausn Sovétríkjanna)

Sovétríkin liðu undir lok á jóladag 1991. Aðdragandinn að hruni Sovétríkjanna var langur en búið var að ganga á ýmsu árin á undan. Eftir að Míkhaíl Gorbatsjov tók við sem leiðtogi Sovétríkjanna 1985 kom hann með stefnur sem nefndust perestrojka og glasnost sem gengu út á að gerðar yrðu umbætur á Sovéska kerfinu en þessar breytingar komu til með að eiga stóran þátt í hruni Sovétríkjanna. Þá hafði fall Berlínarmúrsins einnig áhrif á ástandið en sá atburður markaði upphafið að endalokum yfirráða kommúnismans yfir Austur-Evrópu[1]. Þann 25. desember 1991 sagði Gorbatsjov endanlega af sér sem forseti Sovétríkjanna og Sovétríkin liðu undir lok, sama dag tók Borís Jeltsín við völdum sem forseti Rússlands.

Tilvísanir

breyta
  1. „Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?“. Vísindavefurinn. Sótt 18. september 2024.