Kór
Kór (úr grísku: χορός) er hópur söngvara sem flytur sungna tónlist með eða án undirleiks eða syngur undir öðrum tónlistarflutningi. Söngurinn getur verið einradda, en algengara er að kórsöngur sé margradda og telst sönghópurinn vera kór ef hann er skipaður fleiri en einum einstakling í hverri rödd. Söng kórs er stjórnað af kórstjóra.
Flokkun kóra
breytaKórar eru fjölbreytilegir að stærð, samsetningu og tilgangi. Þá má því flokka á ýmsa lund. Til dæmis eftir:
- Samsetningu radda (sópran, alt, tenór og bassa). Þannig er talað um barnakór, stúlknakór, drengjakór, kvennakór, karlakór og blandaðan kór. Í vestrænni tónlist telst fullskipaður blandaður kór vera áttradda og er þá hver meginrödd tvískipt í hærra og lægra tónbil (til dæmis 1. sópran og 2. sópran).
- Stærð kórs. Stórir kórar telja gjarnan meira en 50 manns, en kammerkórar eru fámennari, gjarnan 15 til 30 manns. Smærri sönghópar, þar sem hver rödd er flutt af einungis einum eða tveimur söngvurum kallast venjulega ekki kórar.
- Tilgangi. Þannig er talað um kirkjukór, óperukór, tónleikakór, skólakór, átthagakór og svo framvegis.
- Söngstíl. Til dæmis pólýfónískur kór, barokkkór, gospelkór, djasskór, og svo framvegis.
Tenglar
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Kór.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kór.
- Landssamband blandaðra kóra Geymt 17 maí 2014 í Wayback Machine
- Samband íslenskra kvennakóra Geymt 25 febrúar 2014 í Wayback Machine
- Samband íslenskra karlakóra