Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)
Bandamenn voru löndin sem börðust gegn Miðveldunum í fyrri heimsstyrjöldinni. Upphaflega varð herbandalagið til með Þríbandalaginu sem stofnað var árið 1907 af Frakklandi, Bretlandi og Rússlandi. Ítalía bættist í hópinn og rauf bandalag sitt við Miðveldin árið 1915 með þeim rökum að Þýska keisaraveldið og Austurríki-Ungverjaland hefðu byrjað stríðið og að bandalagið ætti einungis að vera varnarbandalag. Japanska keisaradæmið var einnig mikilvægur bandamaður. Belgía, Serbía, Grikkland, Svartfjallaland og Rúmenía[1] voru einnig í liði með bandamönnum en töldust ekki formlegir meðlimir bandalagsins.
Sáttmálinn í Sèvres árið 1920 skilgreindi helstu bandamannaþjóðirnar sem Bretland, Frakkland, Ítalíu og Japan. Bandamannaveldin spönnuðu einnig Armeníu, Belgíu, Grikkland, konungsríkið Hejaz, Pólland, Portúgal, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu.[2]
Bandaríkin lýstu yfir stríði á hendur Þýskalandi þann 6. apríl 1917 með þeim rökum að Þýskaland hefði brotið á hlutleysi þeirra með óheftum kafbátahernaði gegn skipum á leið yfir Atlantshaf og með Zimmermann-símskeytinu til Mexíkó.[3] Bandaríkin lýstu einnig yfir stríði á hendur Austurríki-Ungverjalandi í desember 1917.[4][5] Bandaríkin urðu samstarfsaðili bandamannanna frekar en að vera í formlegu bandalagi við Frakka og Breta til að forðast „flækjur erlendis“.[6] Tyrkjaveldi og Búlgaría rufu pólitískt samband við Bandaríkin en lýstu þó aldrei yfir stríði gegn þeim.[7]
Nýlendur breska heimsveldisins lögðu einnig sitt af mörkum í stríðsrekstrinum en gátu ekki rakið sjálfstæðar utanríkisstefnur á þeim tíma. Ríkisstjórnir nýlendanna í samveldinu sáu að vísu um söfnun sjálfboðaliða og fjarlægðu hermenn af víglínunum eins og þeim sýndist. Árið 1917 var bresku stríðsstjórninni skipt út fyrir heimsveldisstríðsstjórn þar sem nýlendurnar fengu að taka þátt. Herdeildir Ástrala og Kanadamanna voru hverjar um sig settar undir stjórn ástralsks og kanadísks herliðsforingja, John Monash og Arthur Currie,[8] sem tóku við skipunum frá breskum hershöfðingjum. Í apríl árið 1918 var Ferdinand Foch gerður yfirhershöfðingi alls herafla bandamannanna á vesturvígstöðvunum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Karel Schelle, The First World War and the Paris Peace Agreement, GRIN Verlag, 2009, p. 24
- ↑ „Section I, Articles 1 - 260 - World War I Document Archive“.
- ↑ „First World War.com - Primary Documents - U.S. Declaration of War with Germany, 2 April 1917“.
- ↑ Declarations of War and Authorizations for the Use of Military Force: Historical Background and Legal Implications Geymt 10 ágúst 2006 í Wayback Machine
- ↑ H.J.Res.169: Declaration of War with Austria-Hungary, WWI, United States Senate
- ↑ Tucker&Roberts pp. 1232, 1264
- ↑ Tucker&Roberts p. 1559
- ↑ Perry (2004), p.xiii