Kjörnir alþingismenn 2017
Í Alþingiskosningunum 28. október 2017 náðu eftirfarandi þingmenn kjöri:
Nánar um kjörna Alþingismenn
breyta39 karlar náðu kjöri en 24 konur.
Yngsti kjörni þingmaðurinn var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir en hún var 26 ára og 332 daga gömul á kjördag. Elsti kjörni þingmaðurinn var Ari Trausti Guðmundsson en hann var 68 ára og 329 daga gamall á kjördag. Meðalaldur kjörinna þingmanna var 49,65 ár.
Starfsaldursforseti nýkjörins þings var Steingrímur J. Sigfússon sem hafði áður setið á 42 löggjafarþingum og verið samfleytt á þingi í 34 ár.
12 þingmenn voru nýliðar á móti 51 sem áður höfðu gegnt þingmennsku.
Breytingar á kjörtímabilinu
breyta- 1.^ F → X → M – Karl Gauti Hjaltason gekk úr Flokki fólksins 2. desember 2018 og var utan flokka þar til hann gekk í Miðflokkinn 22. febrúar 2019.
- 2.^ F → X → M – Ólafur Ísleifsson gekk úr Flokki fólksins 2. desember 2018 og var utan flokka þar til hann gekk í Miðflokkinn 22. febrúar 2019.
- 3.^ V → X → P – Andrés Ingi Jónsson gekk úr Vinstri grænum 27. nóvember 2019 og var utan flokka þar til hann gekk í Pírata 11. febrúar 2021.
- 4.^ V → X → S – Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk úr Vinstri grænum 17. september 2020 og var utan flokka þar til hún gekk í Samfylkinguna 16. desember 2020.
- 5.^ C → C – Þorsteinn Víglundsson sagði af sér þingmennsku 16. apríl 2020. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók sæti hans á þingi.
- 6.^ ^ B → B – Þórunn Egilsdóttir lést 9. júlí 2021. Líneik Anna Sævarsdóttir tók hennar sæti sem 4. þingmaður NA og Þórarinn Ingi Pétursson kom nýr inn sem 9. þingmaður kjördæmisins.
Tenglar
breyta
Fyrir: Kjörnir alþingismenn 2016 |
Kjörnir Alþingismenn | Eftir: Kjörnir alþingismenn 2021 |