Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson (fæddur í Reykjavík 10. febrúar 1955) var þingmaður fyrir Flokk fólksins og Miðflokkinn frá 2017 til 2021. Hann er hagfræðingur að mennt.
Ólafur Ísleifsson | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 10. febrúar 1955 Reykjavík | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Miðflokkurinn | ||||||||||||||||
Menntun | Hagfræði | ||||||||||||||||
Háskóli | London School of Economics Háskóli Íslands | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Ólafur var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins í Alþingiskosningum árið 2017. Hann var einn þeirra þingmanna sem náðist upptaka af á Klausturbarnum þann 20. nóvember 2018. Í kjölfarið á málinu var honum vikið úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni.[1] Þeir Ólafur og Karl gengu síðar til liðs við Miðflokkinn í febrúar 2019.[2] Í júlí 2021 tilkynnti Ólafur að hann myndi ekki bjóða sig fram í alþingiskosningunum sama ár.
Heimildir
breyta- ↑ „Karl og Ólafur reknir úr flokknum“. mbl.is. 30. nóvember 2018. Sótt 5. ágúst 2019.
- ↑ „Karl Gauti og Ólafur ganga í Miðflokkinn - nú stærstur í stjórnarandstöðu“. Stundin. 22. febrúar 2019. Sótt 5. ágúst 2019.