Steinunn Þóra Árnadóttir

íslenskur stjórnmálamaður, mannfræðingur og öryrki

Steinunn Þóra Árnadóttir (f. 18. september 1977) er íslenskur stjórnmálamaður, mannfræðingur og öryrki. Hún hefur átt sæti á þingi fyrir Vinstri græn frá árinu 2014.

Steinunn Þóra Árnadóttir
Fæðingardagur: 18. september 1977 (1977-09-18) (46 ára)
Fæðingarstaður: Neskaupstaður
2. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Nefndir: Efnahags- og viðskiptanefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Framtíðarnefnd
Þingsetutímabil
2014- í Reykv. n. fyrir Vg.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Menntun og einkahagir

breyta

Steinunn Þóra fæddist í Neskaupstað árið 1977. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1996, BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og MA-gráðu í fötlunarfræði árið 2013 frá sama skóla. Hún er gift Stefáni Pálssyni sagnfræðingi og eiga þau tvo syni.

Félagsstörf og stjórnmál

breyta

Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir MS-félag Íslands og Öryrkjabandalagið, þar á meðal setið í framkvæmdastjórn bandalagsins sem gjaldkeri 2005-06. Fulltrúi í stjórn Brynju, hússjóðs ÖBÍ frá 2008.

Steinunn Þóra átti sæti á framboðslistum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við Alþingiskosningarnar 2007 og 2009 og tók sæti á þingi sem varaþingmaður frá janúar til mars 2008. Hún tók þátt í forvali Vinstri grænna fyrir Alþingiskosningarnar 2013 og hafnaði í þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, þar sem flokkurinn náði tveimur mönnum í kosningunum. Sumarið 2014 sagði Árni Þór Sigurðsson af sér þingmennsku til að verða sendiherra og tók Steinunn Þóra þá sæti á þingi. Hún var endurkjörin í Alþingiskosningunum 2016, 2017 og 2021.