Steinunn Þóra Árnadóttir

íslenskur stjórnmálamaður, mannfræðingur og öryrki

Steinunn Þóra Árnadóttir (f. 18. september 1977) er íslenskur stjórnmálamaður, mannfræðingur og öryrki. Hún var þingkona fyrir Vinstri græna frá 2014 til 2024.

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2014 2024  Reykjavík n.  Vinstri græn
Persónulegar upplýsingar
Fædd18. september 1977 (1977-09-18) (47 ára)
Neskaupstaður
StjórnmálaflokkurVinstrihreyfingin – grænt framboð
MakiStefán Pálsson
Börn2
MenntunMannfræði og fötlunarfræði
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Menntun og einkahagir

breyta

Steinunn Þóra fæddist í Neskaupstað árið 1977. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1996, BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og MA-gráðu í fötlunarfræði árið 2013 frá sama skóla. Hún er gift Stefáni Pálssyni sagnfræðingi og eiga þau tvo syni.

Félagsstörf og stjórnmál

breyta

Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir MS-félag Íslands og Öryrkjabandalagið, þar á meðal setið í framkvæmdastjórn bandalagsins sem gjaldkeri 2005-06. Fulltrúi í stjórn Brynju, hússjóðs ÖBÍ frá 2008.

Steinunn Þóra átti sæti á framboðslistum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við Alþingiskosningarnar 2007 og 2009 og tók sæti á þingi sem varaþingmaður frá janúar til mars 2008. Hún tók þátt í forvali Vinstri grænna fyrir Alþingiskosningarnar 2013 og hafnaði í þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, þar sem flokkurinn náði tveimur mönnum í kosningunum. Sumarið 2014 sagði Árni Þór Sigurðsson af sér þingmennsku til að verða sendiherra og tók Steinunn Þóra þá sæti á þingi. Hún var endurkjörin í Alþingiskosningunum 2016, 2017 og 2021. Hún gaf ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2024.